Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   lau 01. október 2022 19:20
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Snær: Tilfinningin er bara ömurleg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Snær Jóhansson leikmaður FH var virkilega fúll eftir að liðið hans tapaði 3-2 í framlengdum úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Tilfinningin er bara ömurleg. Þetta var svakalegur leikur náttúrulega og við komum til baka tvisvar mjög hratt. Svo fáum við þetta mark á okkur í uppbótartíma mjög snemma og þá geta þeir bara lokað leiknum. Þetta er 50-50 hefði getað dottið hjá okkur eða hjá þeim, þetta datt hjá þeim í dag og þeir eiga það bara skilið."

FH jafnar leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma á svakalega dramatískan hátt.

„Þá heldur bara leikurinn áfram skiluru, það þýðir ekkert að fara eitthvað rosa hátt með það. Við fórum bara með þetta í framlengingu og þetta var bara geggjað mark hjá Ásta svo þurftum við að fylgja því eftir en við fylgdum því ekki eftir í dag því miður."

Það voru bara liðnar 18 sekúndur af framlengingu þegar Víkingar komast yfir. Var FH liðið bara sofandi?

„Ég á bara eftir að skoða þetta aftur, já ég veit það ekki."

FH er í fallbaráttu í deildinni og þá verður einbeitingin að færast þangað.

„Já já að sjálfsögðu það er verðugt verkefni að halda okkur uppi og við leggjum allt í það"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Davíð Snær var sá eini sem mætti í viðtal frá FH eftir leikinn en þjálfarar liðsins komu ekki eftir að óskað hafði verið eftir því.

Athugasemdir
banner
banner
banner