Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
banner
   lau 01. október 2022 19:20
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Snær: Tilfinningin er bara ömurleg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Snær Jóhansson leikmaður FH var virkilega fúll eftir að liðið hans tapaði 3-2 í framlengdum úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Tilfinningin er bara ömurleg. Þetta var svakalegur leikur náttúrulega og við komum til baka tvisvar mjög hratt. Svo fáum við þetta mark á okkur í uppbótartíma mjög snemma og þá geta þeir bara lokað leiknum. Þetta er 50-50 hefði getað dottið hjá okkur eða hjá þeim, þetta datt hjá þeim í dag og þeir eiga það bara skilið."

FH jafnar leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma á svakalega dramatískan hátt.

„Þá heldur bara leikurinn áfram skiluru, það þýðir ekkert að fara eitthvað rosa hátt með það. Við fórum bara með þetta í framlengingu og þetta var bara geggjað mark hjá Ásta svo þurftum við að fylgja því eftir en við fylgdum því ekki eftir í dag því miður."

Það voru bara liðnar 18 sekúndur af framlengingu þegar Víkingar komast yfir. Var FH liðið bara sofandi?

„Ég á bara eftir að skoða þetta aftur, já ég veit það ekki."

FH er í fallbaráttu í deildinni og þá verður einbeitingin að færast þangað.

„Já já að sjálfsögðu það er verðugt verkefni að halda okkur uppi og við leggjum allt í það"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Davíð Snær var sá eini sem mætti í viðtal frá FH eftir leikinn en þjálfarar liðsins komu ekki eftir að óskað hafði verið eftir því.

Athugasemdir
banner