Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   lau 01. október 2022 19:20
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Snær: Tilfinningin er bara ömurleg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Snær Jóhansson leikmaður FH var virkilega fúll eftir að liðið hans tapaði 3-2 í framlengdum úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Tilfinningin er bara ömurleg. Þetta var svakalegur leikur náttúrulega og við komum til baka tvisvar mjög hratt. Svo fáum við þetta mark á okkur í uppbótartíma mjög snemma og þá geta þeir bara lokað leiknum. Þetta er 50-50 hefði getað dottið hjá okkur eða hjá þeim, þetta datt hjá þeim í dag og þeir eiga það bara skilið."

FH jafnar leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma á svakalega dramatískan hátt.

„Þá heldur bara leikurinn áfram skiluru, það þýðir ekkert að fara eitthvað rosa hátt með það. Við fórum bara með þetta í framlengingu og þetta var bara geggjað mark hjá Ásta svo þurftum við að fylgja því eftir en við fylgdum því ekki eftir í dag því miður."

Það voru bara liðnar 18 sekúndur af framlengingu þegar Víkingar komast yfir. Var FH liðið bara sofandi?

„Ég á bara eftir að skoða þetta aftur, já ég veit það ekki."

FH er í fallbaráttu í deildinni og þá verður einbeitingin að færast þangað.

„Já já að sjálfsögðu það er verðugt verkefni að halda okkur uppi og við leggjum allt í það"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Davíð Snær var sá eini sem mætti í viðtal frá FH eftir leikinn en þjálfarar liðsins komu ekki eftir að óskað hafði verið eftir því.

Athugasemdir
banner