Víkingur og Breiðablik halda áfram á meistarasiglingu og unnu bæði um helgina. Víkingur vann 3-2 útisigur gegn Val og Breiðablik vann 1-0 útisigur gegn FH. Það stefnir allt í hreinan úrslitaleik í lokaumferð.
Tarik Ibrahimagic töfraði fram sigur Víkings með tveimur mörkum, þar á meðal flautusigurmarki. Þvílík kaup hjá Víkingi í sumarglugganum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði líka og skapaði mikinn usla fyrir Val.
Kristinn Jónsson skoraði sigurmark Breiðabliks beint úr hornspyrnu. Höskuldur Gunnlaugsson er að vanda í Sterkasta liði umferðarinnar, besti leikmaður deildarinnar í sumar. Þá er Aron Bjarnason einnig í liðinu.
Tarik Ibrahimagic töfraði fram sigur Víkings með tveimur mörkum, þar á meðal flautusigurmarki. Þvílík kaup hjá Víkingi í sumarglugganum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði líka og skapaði mikinn usla fyrir Val.
Kristinn Jónsson skoraði sigurmark Breiðabliks beint úr hornspyrnu. Höskuldur Gunnlaugsson er að vanda í Sterkasta liði umferðarinnar, besti leikmaður deildarinnar í sumar. Þá er Aron Bjarnason einnig í liðinu.
Hilmar Árni Halldórsson var helsti munurinn á liðunum þegar Stjarnan vann 3-0 sigur gegn ÍA. Arkitektinn að öllum mörkum leiksins. Stjarnan er komin í harða samkeppni við Val um þriðja sætið, Evrópusæti.
Stubbur, Steinþór Már Auðunsson markvörður KA, var maður leiksins í 3-1 sigri gegn Fylki. Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að Fylkir falli.
Benoný Breki Andrésson skoraði fjögur mörk þegar KR slátraði Fram 7-1. Atli Sigurjónsson átti einnig frábæran leik gegn áhugalausum Frömurum. Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar eftir þennan mikilvæga sigur Vesturbæjarliðsins.
Þá komst Vestri upp úr fallsæti og ýtti HK þangað með 2-1 sigri í fallbaráttuslag á Ísafirði. Jeppe Pedersen skoraði fyrra mark Vestra og Eiður Aron Sigurbjörnsson var traustur eins og klettur í vörninni.
Tarik Ibrahimagic.
— Besta deildin (@bestadeildin) September 30, 2024
Víkingur-Valur | #bestadeildin pic.twitter.com/XiadRczfVs
Vestri kom til baka í mikilvægum sigri á HK þar sem Jeppe Pedersen og Andri Rúnar skoruðu mörkin!
— Besta deildin (@bestadeildin) September 30, 2024
Vestri-HK | #bestadeildin pic.twitter.com/ivJJo2gV4j
Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 23. umferðar
Sterkasta lið 22. umferðar
Sterkasta lið 21. umferðar
Sterkasta lið 20. umferðar
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 27 | 19 | 5 | 3 | 63 - 31 | +32 | 62 |
2. Víkingur R. | 27 | 18 | 5 | 4 | 68 - 33 | +35 | 59 |
3. Valur | 27 | 12 | 8 | 7 | 66 - 42 | +24 | 44 |
4. Stjarnan | 27 | 12 | 6 | 9 | 51 - 43 | +8 | 42 |
5. ÍA | 27 | 11 | 4 | 12 | 49 - 47 | +2 | 37 |
6. FH | 27 | 9 | 7 | 11 | 43 - 50 | -7 | 34 |
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 27 | 10 | 7 | 10 | 44 - 48 | -4 | 37 |
2. KR | 27 | 9 | 7 | 11 | 56 - 49 | +7 | 34 |
3. Fram | 27 | 8 | 6 | 13 | 38 - 49 | -11 | 30 |
4. Vestri | 27 | 6 | 7 | 14 | 32 - 53 | -21 | 25 |
5. HK | 27 | 7 | 4 | 16 | 34 - 71 | -37 | 25 |
6. Fylkir | 27 | 5 | 6 | 16 | 32 - 60 | -28 | 21 |
Athugasemdir