
„Það er bara geggjað, frábær tilfinning," sagði Þorleifur Úlfarsson sem er í fyrsta sinn í landsliðsverkefni á sínum ferli. Þorleifur er leikmaður Housto Dynamo í bandarísku MLS-deildinni og er nú með íslenska U21 árs landsliðinu.
„Flestir vinir mínir hérna og mjög góðir vinir. Þetta er geggjað umhverfi."
„Flestir vinir mínir hérna og mjög góðir vinir. Þetta er geggjað umhverfi."
Kom valið þér á óvart? „Já, þannig séð. Maður hefur aldrei verið 'in contention' eins og maður segir. Kom mér alveg á óvart en mjög gaman að vera hérna."
„Ég hef ekki sett neinar væntingar eða kröfur á sjálfan mig. Það er gott að vera í þessum hóp, að kynnast strákunum og þjálfurunum. Að vera valinn er heiður, ég vil bara að liðinu gangi vel. Við ætlum okkur að spila þrjá geggjaða leiki, vona það besta og reyna komast á lokamót."
Þorleifur var valinn snemma í nýliðavalinu fyrir MLS-deildina og hefur farið vel af stað.
„Mjög, mjög vel. Flestir nýliðar eru ekkert að spila. Það er mjög gott að fá spilatíma og maður er að vinna sig inn í byrjunarliðið."
„Tilfinningin var geggjuð, maður getur ekki líst þessu. Þetta var fáránleg tilfinning, pakkaður völlur í Los Angeles og bara geggjað," sagði Þorleifur um
markið sem hann skoraði á dögunum.
Ertu vanur að henda í skæri inná vellinum?
„Maður er kannski ekki vanur þessu sem 'nía' en á vinstri kantinum þarf maður aðeins að henda í einhver trix. Ég get ekki lýst tilfinningunni, að geta tileinkað ömmu minni markið var einstök tilfinning."
Sjá einnig:
„Fyrir þig, amma Sigga"
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir