Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   fim 02. júní 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorleifur: Einstök tilfinning að geta tileinkað ömmu minni markið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geggjað, frábær tilfinning," sagði Þorleifur Úlfarsson sem er í fyrsta sinn í landsliðsverkefni á sínum ferli. Þorleifur er leikmaður Housto Dynamo í bandarísku MLS-deildinni og er nú með íslenska U21 árs landsliðinu.

„Flestir vinir mínir hérna og mjög góðir vinir. Þetta er geggjað umhverfi."

Kom valið þér á óvart? „Já, þannig séð. Maður hefur aldrei verið 'in contention' eins og maður segir. Kom mér alveg á óvart en mjög gaman að vera hérna."

„Ég hef ekki sett neinar væntingar eða kröfur á sjálfan mig. Það er gott að vera í þessum hóp, að kynnast strákunum og þjálfurunum. Að vera valinn er heiður, ég vil bara að liðinu gangi vel. Við ætlum okkur að spila þrjá geggjaða leiki, vona það besta og reyna komast á lokamót."


Þorleifur var valinn snemma í nýliðavalinu fyrir MLS-deildina og hefur farið vel af stað.

„Mjög, mjög vel. Flestir nýliðar eru ekkert að spila. Það er mjög gott að fá spilatíma og maður er að vinna sig inn í byrjunarliðið."

„Tilfinningin var geggjuð, maður getur ekki líst þessu. Þetta var fáránleg tilfinning, pakkaður völlur í Los Angeles og bara geggjað,"
sagði Þorleifur um
markið sem hann skoraði á dögunum.

Ertu vanur að henda í skæri inná vellinum?

„Maður er kannski ekki vanur þessu sem 'nía' en á vinstri kantinum þarf maður aðeins að henda í einhver trix. Ég get ekki lýst tilfinningunni, að geta tileinkað ömmu minni markið var einstök tilfinning."

Sjá einnig:
„Fyrir þig, amma Sigga"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner