Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 02. júní 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorleifur: Einstök tilfinning að geta tileinkað ömmu minni markið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara geggjað, frábær tilfinning," sagði Þorleifur Úlfarsson sem er í fyrsta sinn í landsliðsverkefni á sínum ferli. Þorleifur er leikmaður Housto Dynamo í bandarísku MLS-deildinni og er nú með íslenska U21 árs landsliðinu.

„Flestir vinir mínir hérna og mjög góðir vinir. Þetta er geggjað umhverfi."

Kom valið þér á óvart? „Já, þannig séð. Maður hefur aldrei verið 'in contention' eins og maður segir. Kom mér alveg á óvart en mjög gaman að vera hérna."

„Ég hef ekki sett neinar væntingar eða kröfur á sjálfan mig. Það er gott að vera í þessum hóp, að kynnast strákunum og þjálfurunum. Að vera valinn er heiður, ég vil bara að liðinu gangi vel. Við ætlum okkur að spila þrjá geggjaða leiki, vona það besta og reyna komast á lokamót."


Þorleifur var valinn snemma í nýliðavalinu fyrir MLS-deildina og hefur farið vel af stað.

„Mjög, mjög vel. Flestir nýliðar eru ekkert að spila. Það er mjög gott að fá spilatíma og maður er að vinna sig inn í byrjunarliðið."

„Tilfinningin var geggjuð, maður getur ekki líst þessu. Þetta var fáránleg tilfinning, pakkaður völlur í Los Angeles og bara geggjað,"
sagði Þorleifur um
markið sem hann skoraði á dögunum.

Ertu vanur að henda í skæri inná vellinum?

„Maður er kannski ekki vanur þessu sem 'nía' en á vinstri kantinum þarf maður aðeins að henda í einhver trix. Ég get ekki lýst tilfinningunni, að geta tileinkað ömmu minni markið var einstök tilfinning."

Sjá einnig:
„Fyrir þig, amma Sigga"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner