
„Við höfum oft spilað miklu betur en þetta en það var fínt að fá stigið úr því sem komið var," sagði Bjarni Páll Linnet Runólfsson eftir 1 - 1 Aftureldingar gegn Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 1 Grótta
„Við vorum mjög sloppy á boltanum og ekki alveg nógu sharp í fyrri hálfleik. Það var bara fínt að ná sigi."
Svo gerist bara ekki neitt inni í teignum
„Nei, við vorum ekki nógu grimmir að skila okkur inn í teiginn. Við vorum að koma okkur í fínar stöður enda spilum við mjög góðan fótbolta og vorum að fá mjög góðar stöðu á köntunum og koma honum fyrir. Það vantaði síðustu sendingu og eða skila sér almennilega inn í teig."
Var síðasti leikur farinn í hausinn á ykkur?
„Nei alls ekki, við vorum fljótir að jafna okkur á því og fórum vel yfir það. ÍA gerðu mjög vel í því sem þeir lögðu upp með og voru með gott leikskipulag og nýttu það ágætlega. Við spiluðum allt í lagi en höfum oft spilað betur. Svo kemur hérna eitt stig, það er fínt bara að ná stiginu."
Þetta mark sem þú skoraðir, lýstu því fyrir mér?
„Aron var með góða yfirsýn og fann mig í teignum. Ég var bara að reyna að koma mér í skotfæri og lét vaða í fjær hornið og hann var inni. Það þarf bara að setja hann í fjær, langt frá markmanninum. Það var það eina í stöðunni."
Hvernig var tilfinningin að fá þá allavega stig út úr þessu heldur en að tapa?
„Hún er góð, ég frétti líka eftir leik að ÍA hefði tapað en við erum samt bara að hugsa um okkur og ekkert að pæla í þeim."
Þið eruð auðvitað að keppa við Fjölni líka?
„Já það er alveg rétt en við verðum bara að hugsa um okkur og horfa fram veginn og horfa á næsta leik. Það er Grindavík í næsta verkefni, við þurfum bara að halda áfram. "
Þeir verða miklu erfiðari með nýjan þjálfara?
„Ég þekki Brynjar ágætlega og hann er mjög flottur þjálfari. Ég efast ekki um að hann muni spýta smá lífi í þetta."