Ásgeir Þór Ingólfsson er mættur aftur heim í Hafnarfjörðinn og mun hann spila með Haukum í sumar. Ásgeir lék síðasta með Haukum 2014 en síðast var hann á mála í Noregi hjá Hönefoss.
„Þetta er búið að vera erfitt undirbúningstímabil, margir búnir að vera frá vegna meiðsla. En allir komnir til baka núna og hlökkum gríðarlega mikið til," sagði Ásgeir við Fótbolta.net í gær.
„Þetta er búið að vera erfitt undirbúningstímabil, margir búnir að vera frá vegna meiðsla. En allir komnir til baka núna og hlökkum gríðarlega mikið til," sagði Ásgeir við Fótbolta.net í gær.
„Það er ótrúlega gaman að koma aftur heim. Það hefur ekki mikið breyst, það er betra gervigras."
Fyrsti leikur Hauka er gegn Fjölni, liðinu sem er spáð efsta sæti deildarinnar.
„Það verður rosalega erfiður leikur. Það er fínt að byrja gegn bestu liðunum, sérstaklega á þeirra heimavelli. Það yrði stórslys ef þeir taka ekki þrjá punkta þar."
Haukar enduðu í áttunda sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra.
„Tímabilið í fyrra var ekki gott. Við spennum bogann hærra og viljum vera í efri hluta deildarinnar."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
1. umferð í Inkasso:
laugardagur 4. maí
Inkasso deildin - 1. deild karla
16:00 Leiknir R.-Magni (Leiknisvöllur)
16:30 Þór-Afturelding (Þórsvöllur)
sunnudagur 5. maí
14:00 Þróttur R.-Njarðvík (Eimskipsvöllurinn)
14:00 Víkingur Ó.-Grótta (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Fjölnir-Haukar (Extra völlurinn)
14:00 Keflavík-Fram (Nettóvöllurinn)
Inkasso-hringborðið! @Inkassodeildin hefst um helgina og hér má heyra Jón Þór og Sigga Helga skoða liðin tólf og spá í baráttuna framundan #fotboltinet https://t.co/b41LwXWorv
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 3, 2019
Athugasemdir






















