Leiknir er heitasta lið Lengjudeildarinnar og vann sinn fimmta sigur í röð þegar það rúllaði yfir ÍA 5-1 á Akranesi. Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari er að gera góða hluti í Breiðholti og liðið komið á flug undir hans stjórn. Hann er þjálfari 15. umferðar.
Leikmaður umferðarinnar:
Omar Sowe
Sóknarmaður Leiknis skoraði þrennu og var hreinlega frábær á Akranesi. Var út um allan völl og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Var mikilvægur í uppspili liðsins og gríðarlega sterkur í návígjum.
Leikmaður umferðarinnar:
Omar Sowe
Sóknarmaður Leiknis skoraði þrennu og var hreinlega frábær á Akranesi. Var út um allan völl og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Var mikilvægur í uppspili liðsins og gríðarlega sterkur í návígjum.
U21 landsliðsmaðurinn Andi Hoti var öflugur í vörn Leiknis í leiknum, auk þess að skora. Þá var Daníel Finns Matthíasson í miklu stuði eins og oft áður og er í fimmta sinn í úrvalsliðinu.
Kristófer Orri Pétursson skoraði mark Gróttu sem gerði 1-1 jafntefli við topplið Aftureldingar í Mosfellsbænum. Afturelding er með sjö stiga forystu á Fjölni sem vann nauman sigur gegn Þór á Akureyri.
Sigurjón Daði Harðarson markvörður Fjölnis sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik og er í fimmta sinn í úrvalsliðinu. Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði sigurmarkið á 85. mínútu.
Benedikt Warén skoraði mark Vestra í 1-1 jafntefli gegn Grindavík. Bakvörðurinn Ólafur Flóki Stephensen var besti maður Grindvíkinga að mati Fótbolta.net.
Þorlákur Breki Baxter skoraði tvö mörk fyrir Selfoss sem vann þriðja leik sinn í röð, með því að leggja botnlið Ægis 3-1. Alvöru svar hjá Selfyssingum eftir 9-0 tap gegn Aftureldingu.
Þá vann Njarðvík ákaflega mikilvægan 5-3 útisigur gegn Þrótti sem hefur verið að síga niður töfluna. Njarðvíkingar eru nú einu stigi á eftir Þrótti. Oumar Diouck skoraði tvö mörk og Rafael Victor eitt. Þeir tveir gerðu varnarmönnum Þróttar ítrekað lífið leitt og eru aðra umferðina í röð í úrvalsliðinu.
Lið umferðarinnar:
14. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
13. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
10. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir