Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 03. ágúst 2023 10:30
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 15. umferðar - Omar hefði hæglega getað skorað fleiri mörk
Lengjudeildin
Omar Sowe er leikmaður umferðarinnar en hann skoraði þrennu gegn ÍA.
Omar Sowe er leikmaður umferðarinnar en hann skoraði þrennu gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Andi Hoti fagnar marki sínu.
Andi Hoti fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Karl skoraði sigurmark Fjölnis gegn Þór.
Guðmundur Karl skoraði sigurmark Fjölnis gegn Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sigurjón Daði Harðarson.
Sigurjón Daði Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leiknir er heitasta lið Lengjudeildarinnar og vann sinn fimmta sigur í röð þegar það rúllaði yfir ÍA 5-1 á Akranesi. Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari er að gera góða hluti í Breiðholti og liðið komið á flug undir hans stjórn. Hann er þjálfari 15. umferðar.

Leikmaður umferðarinnar:
Omar Sowe
Sóknarmaður Leiknis skoraði þrennu og var hreinlega frábær á Akranesi. Var út um allan völl og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Var mikilvægur í uppspili liðsins og gríðarlega sterkur í návígjum.



U21 landsliðsmaðurinn Andi Hoti var öflugur í vörn Leiknis í leiknum, auk þess að skora. Þá var Daníel Finns Matthíasson í miklu stuði eins og oft áður og er í fimmta sinn í úrvalsliðinu.

Kristófer Orri Pétursson skoraði mark Gróttu sem gerði 1-1 jafntefli við topplið Aftureldingar í Mosfellsbænum. Afturelding er með sjö stiga forystu á Fjölni sem vann nauman sigur gegn Þór á Akureyri.

Sigurjón Daði Harðarson markvörður Fjölnis sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik og er í fimmta sinn í úrvalsliðinu. Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði sigurmarkið á 85. mínútu.

Benedikt Warén skoraði mark Vestra í 1-1 jafntefli gegn Grindavík. Bakvörðurinn Ólafur Flóki Stephensen var besti maður Grindvíkinga að mati Fótbolta.net.

Þorlákur Breki Baxter skoraði tvö mörk fyrir Selfoss sem vann þriðja leik sinn í röð, með því að leggja botnlið Ægis 3-1. Alvöru svar hjá Selfyssingum eftir 9-0 tap gegn Aftureldingu.

Þá vann Njarðvík ákaflega mikilvægan 5-3 útisigur gegn Þrótti sem hefur verið að síga niður töfluna. Njarðvíkingar eru nú einu stigi á eftir Þrótti. Oumar Diouck skoraði tvö mörk og Rafael Victor eitt. Þeir tveir gerðu varnarmönnum Þróttar ítrekað lífið leitt og eru aðra umferðina í röð í úrvalsliðinu.

Lið umferðarinnar:
14. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
13. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
10. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner