Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. október 2020 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea spáir í 20. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Karólína í leik með íslenska landsliðinu.
Karólína í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson var með fimm rétta þegar hann spáði í 19. umferð Lengjudeildar karla. Hann var einu marki frá því að hafa öll úrslit í umferðinni rétt.

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spáir í 20. umferðina sem verður spiluð í heild sinni í dag. Karólína verður í eldlínunni í kvöld þegar Breiðablik og Valur eigast við í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi Max-deild kvenna.

Fram 3 - 0 Þróttur R. (14 í dag)
Framarar hafa verið mjög góðir á þessu tímabili og vinna sannfærandi sigur á vængbrotnum Þrótturum. Fred er búinn að vera á eldi og skorar alla vega eitt mark í þessum leik.

ÍBV 1 - 1 Vestri (14 í dag)
Mikill vindur verður í Eyjum og lítið verður um gæði. ÍBV kemst yfir snemma en Vestri jafnar seint í leiknum. Nacho Gil skorar fyrir Vestra og Gary Martin fyrir ÍBV.

Víkingur Ó. 1 - 3 Leiknir R. (14 í dag)
Leiknir R. eiga erfitt uppdráttar í byrjun og lenda 1-0 undir eftir mark frá Þorleifi aka Dolla. Leiknismenn finna taktinn í seinni hálfleik og verða með öll völd. Vuk og Sævar Atli deila markaskorun.

Afturelding 1 - 1 Grindavík (14 í dag)
Tíðindalítill leikur og ekki mikið um færi. Jason Daði skorar með geggjuðu skoti fyrir utan teig en Grindavík jafnar eftir horn.

Magni 0 - 1 Þór (14 á morgun)
Stórleikur umferðarinnar, verður mikið um slagsmál og læti enda grannaslagur. Mikið um færi en markmenn beggja liða eiga stórleik. Ásgeir Marinó skorar sigurmarkið og allt tryllist.

Keflavík 4 - 0 Leiknir F. (15 í dag)
Rúst.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (4 réttir)
Dagur Dan Þórhallsson (4 réttir)
Magnús Valur Böðvarsson (4 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Katrín Ásbjörnsdóttir (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Barbára Sól Gísladóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Rafn Markús Vilbergsson (2 réttir)
Brynjólfur Willumsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Siggi Bond (1 réttur)
Úlfur Blandon (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner