Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 04. maí 2014 18:19
Valur Páll Eiríksson
Bjarni Guðjóns: Hefði viljað þrjú stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég hefði viljað fá þrjú stig en við spiluðum gegn hörkuliði í dag með góðan markmann og fullt af flottum leikmönnum innanborðs," sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram eftir 1-1 jafntefli gegn ÍBV í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í dag.

,,Þeir hafa ekki verið að fá á sig mikið af mörkum en við fengum fjöldan allan af færum í fyrri hálfleik sérstaklega, þar sem markmaðurinn grípur í raun inn í og kemur í veg fyrir að við förum inn í hálfleik í stöðunni þrjú til fjögur- eitt yfir í hálfleik sem væri í raun sanngjarnt."

Fram stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik en virtust missa tökin aðeins í síðari hálfleik og ætla að halda fengnum hlut. Bjarni var spurður hvort að reynsluleysi læi þarna að baki.

,,Það má vera en við erum með reynslumikla menn innanborðs, Ögmundur í markinu, Jói Kalli á miðjunni, Hafsteinn Briem á fjöldan allan af leikjum og Haukur Baldvins kemur inn af bekknum. Þannig að það vantar ekki reynslu og hinir strákarnir sem eru að spila eiga bara að vera nógu góðir og læra að höndla þetta."

Einnig var Bjarni spurður út í aðstæðurnar á gervigrasinu. ,,Það er í fínu lagi, við ráðum náttúrulega ekki við þessar aðstæður. Þetta hefur e.t.v. fram yfir grasvellina að þetta er rennislétt, þannig að hér er hægt að spila fótbolta ólíkt því sem tíðkast oft í maí á Íslandi."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner