,,Ég hefði viljað fá þrjú stig en við spiluðum gegn hörkuliði í dag með góðan markmann og fullt af flottum leikmönnum innanborðs," sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram eftir 1-1 jafntefli gegn ÍBV í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í dag.
,,Þeir hafa ekki verið að fá á sig mikið af mörkum en við fengum fjöldan allan af færum í fyrri hálfleik sérstaklega, þar sem markmaðurinn grípur í raun inn í og kemur í veg fyrir að við förum inn í hálfleik í stöðunni þrjú til fjögur- eitt yfir í hálfleik sem væri í raun sanngjarnt."
,,Þeir hafa ekki verið að fá á sig mikið af mörkum en við fengum fjöldan allan af færum í fyrri hálfleik sérstaklega, þar sem markmaðurinn grípur í raun inn í og kemur í veg fyrir að við förum inn í hálfleik í stöðunni þrjú til fjögur- eitt yfir í hálfleik sem væri í raun sanngjarnt."
Fram stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik en virtust missa tökin aðeins í síðari hálfleik og ætla að halda fengnum hlut. Bjarni var spurður hvort að reynsluleysi læi þarna að baki.
,,Það má vera en við erum með reynslumikla menn innanborðs, Ögmundur í markinu, Jói Kalli á miðjunni, Hafsteinn Briem á fjöldan allan af leikjum og Haukur Baldvins kemur inn af bekknum. Þannig að það vantar ekki reynslu og hinir strákarnir sem eru að spila eiga bara að vera nógu góðir og læra að höndla þetta."
Einnig var Bjarni spurður út í aðstæðurnar á gervigrasinu. ,,Það er í fínu lagi, við ráðum náttúrulega ekki við þessar aðstæður. Þetta hefur e.t.v. fram yfir grasvellina að þetta er rennislétt, þannig að hér er hægt að spila fótbolta ólíkt því sem tíðkast oft í maí á Íslandi."
Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
























