Keflvíkingar heimsóttu Stjörnumenn í Garðabæinn nú í kvöld í loka leik dagsins í 20.umferð Bestu deildar karla.
Keflvíkingar höfðu fyrir leikinn tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og var því kærkomið fyrir gestinna að sunnan að komast aftur á sigurbraut.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 2 Keflavík
„Mér fannst við spila mjög vel en þetta var kannski aðeins hægt fannst mér í fyrri hálfleiknum og vorum að vanda okkur of mikið stundum en náðum síðan mjög vel útfærðum sóknum í seinni hálfleiknum og klárum færin okkar vel og bara stoltur af liðinu." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.
Keflvíkingar höfðu eins og áður kom fram tapað síðustu tveim leikjum í röð og hafa hikstað svolítið í baráttunni um top 6 og því var það gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut.
„Við höfum spilað ágætlega, kannski óheppnir á móti FH auðvitað að missa mann útaf með rautt í byrjun en við spiluðum vel á móti ÍA og sköpuðum miklu meira en þeir en töpuðum þeim leik og það var svekkjandi þannig við komum mjög ákveðnir í dag og spiluðum mjög flottan leik og unnum þetta sanngjarnt."
Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |