Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   sun 04. september 2022 21:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Stefnum á top 6 og höfum gefið það út sem markið okkar í sumar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar heimsóttu Stjörnumenn í Garðabæinn nú í kvöld í loka leik dagsins í 20.umferð Bestu deildar karla.

Keflvíkingar höfðu fyrir leikinn tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og var því kærkomið fyrir gestinna að sunnan að komast aftur á sigurbraut.


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Keflavík

„Mér fannst við spila mjög vel en þetta var kannski aðeins hægt fannst mér í fyrri hálfleiknum og vorum að vanda okkur of mikið stundum en náðum síðan mjög vel útfærðum sóknum í seinni hálfleiknum og klárum færin okkar vel og bara stoltur af liðinu." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

Keflvíkingar höfðu eins og áður kom fram tapað síðustu tveim leikjum í röð og hafa hikstað svolítið í baráttunni um top 6 og því var það gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut.

„Við höfum spilað ágætlega, kannski óheppnir á móti FH auðvitað að missa mann útaf með rautt í byrjun en við spiluðum vel á móti ÍA og sköpuðum miklu meira en þeir en töpuðum þeim leik og það var svekkjandi þannig við komum mjög ákveðnir í dag og spiluðum mjög flottan leik og unnum þetta sanngjarnt."

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner