Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 04. september 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Tilbúin í hvaða hlutverk sem er - „Alltaf að bíða eftir svona augnabliki"
Icelandair
Ingibjörg fyrir æfingu í dag.
Ingibjörg fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bíðum spenntar eftir þessum leik," segir Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, um verkefnið sem er framundan gegn Hollandi.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

„Við vöknuðum snemma í morgun og fórum af stað. Maður tók góða lögn í flugvélinni og síðan var slappað af þegar komið var á hótelið. Við erum klárar í æfinguna."

Ingibjörg byrjaði gegn Hvíta-Rússlandi, en samkeppnin er mikil um stöðu miðvarðar. Hún var ánægð með að byrja þann leik.

„Maður vill alltaf spila og þannig gefur maður mest af sér inn í liðið. Það var mjög góð tilfinning. Auðvitað vona ég það (að hún haldi sæti sínu) en ég er ekki með neinar ákveðnar væntingar til þess. Ég tek því hlutverki sem ég fæ og vonandi verður það inn á vellinum. Annars gef ég það sem ég get af mér utan vallar."

Það eru margir góðir leikmenn í liði Hollands en stærsta nafnið er líklega Vivianne Miedema, sem spilar með Arsenal.

„Það er mjög spennandi verkefni. Við viljum allar spila svona leiki, á móti svona leikmönnum. Maður er alltaf að bíða eftir svona augnabliki," sagði Ingibjörg en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner