Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 04. september 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Tilbúin í hvaða hlutverk sem er - „Alltaf að bíða eftir svona augnabliki"
Icelandair
Ingibjörg fyrir æfingu í dag.
Ingibjörg fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bíðum spenntar eftir þessum leik," segir Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, um verkefnið sem er framundan gegn Hollandi.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

„Við vöknuðum snemma í morgun og fórum af stað. Maður tók góða lögn í flugvélinni og síðan var slappað af þegar komið var á hótelið. Við erum klárar í æfinguna."

Ingibjörg byrjaði gegn Hvíta-Rússlandi, en samkeppnin er mikil um stöðu miðvarðar. Hún var ánægð með að byrja þann leik.

„Maður vill alltaf spila og þannig gefur maður mest af sér inn í liðið. Það var mjög góð tilfinning. Auðvitað vona ég það (að hún haldi sæti sínu) en ég er ekki með neinar ákveðnar væntingar til þess. Ég tek því hlutverki sem ég fæ og vonandi verður það inn á vellinum. Annars gef ég það sem ég get af mér utan vallar."

Það eru margir góðir leikmenn í liði Hollands en stærsta nafnið er líklega Vivianne Miedema, sem spilar með Arsenal.

„Það er mjög spennandi verkefni. Við viljum allar spila svona leiki, á móti svona leikmönnum. Maður er alltaf að bíða eftir svona augnabliki," sagði Ingibjörg en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner