Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   sun 04. september 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Tilbúin í hvaða hlutverk sem er - „Alltaf að bíða eftir svona augnabliki"
Icelandair
Ingibjörg fyrir æfingu í dag.
Ingibjörg fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bíðum spenntar eftir þessum leik," segir Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, um verkefnið sem er framundan gegn Hollandi.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

„Við vöknuðum snemma í morgun og fórum af stað. Maður tók góða lögn í flugvélinni og síðan var slappað af þegar komið var á hótelið. Við erum klárar í æfinguna."

Ingibjörg byrjaði gegn Hvíta-Rússlandi, en samkeppnin er mikil um stöðu miðvarðar. Hún var ánægð með að byrja þann leik.

„Maður vill alltaf spila og þannig gefur maður mest af sér inn í liðið. Það var mjög góð tilfinning. Auðvitað vona ég það (að hún haldi sæti sínu) en ég er ekki með neinar ákveðnar væntingar til þess. Ég tek því hlutverki sem ég fæ og vonandi verður það inn á vellinum. Annars gef ég það sem ég get af mér utan vallar."

Það eru margir góðir leikmenn í liði Hollands en stærsta nafnið er líklega Vivianne Miedema, sem spilar með Arsenal.

„Það er mjög spennandi verkefni. Við viljum allar spila svona leiki, á móti svona leikmönnum. Maður er alltaf að bíða eftir svona augnabliki," sagði Ingibjörg en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner