Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 04. október 2020 19:29
Lovísa Falsdóttir
Sveindís Jane: Hef heyrt af miklum áhuga að utan
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sveindís Jane spilaði sína fyrstu A landsleiki á dögunum.
Sveindís Jane spilaði sína fyrstu A landsleiki á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane er samningsbundin Keflavík en var lánuð í vor til Breiðabliks út keppnistímabilið. Hún mætti á Nettóvöllinn í dag og sá liðsfélaga sína fagna Pepsi Max sætinu. Sveindís segir að allt sé opið varðandi næsta tímabil og að Keflavík styðji hana í hverju sem hún gerir.

''Ég hef heyrt af miklum áhuga að utan.'' segir Sveindís Jane.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

Nóg er eftir af tímabilinu hennar hjá Breiðablik en staða hennar er sérstök þar sem nú koma Keflvíkingar til með að spila gegn Breiðablik í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili og Sveindís samningsbundin Keflavík út það tímabil.

Miklar líkur eru þó á að hún komi til með að spila erlendis á næsta tímabili. Hún segist þakklát fyrir að vera með góðan umboðsmann sem getur hugað að þeim málum á meðan hún klárar tímabilið með toppliði Breiðabliks. ''Við erum loksins komnar í bílstjórasætið, þar sem við viljum vera.'' sagði Sveindís Jane eftir sigur Breiðabliks á Valskonum í gærkvöldi.

Nánar er rætt við Sveindísi Jane varðandi framhaldið í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner