Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   sun 05. maí 2013 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjáns: Gáfum Þórsurum ekki andrými
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann góðan 4-1 sigur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli í dag og var Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eðlilega ánægður með úrslitin.

,,Ég var ánægður með hvernig við fórum inn í leikinn, spiluðum leikinn af festu og við slepptum aldrei gripinu af leiknum. Varnarleikurinn var þéttur og við gátum farið á þá hratt og vorum aggresívir í því sem við gerðum," sagði Ólafur Kristjánsson eftir leikinn í dag.

,,Við skoruðum góð mörk og sköpuðum góð færi og strákarnir spiluðu þennan leik með sóma."

,,Ég vil ekki meina að þeir hafi verið eitthvað slakari en ég bjóst við. Ég átti von á liði sem myndi gefa sig allan í leikinn, sem þeir gerðu, en við gáfum þeim aldrei andrými til þess að komast inn í leikinn og það var kannski það sem skipti máli."

,,Dagsskipunin í dag var að liggja milli hátt og lágt, leyfa þeim að koma aðeins út og gera þá árás á þá. Eiga pláss sem hægt væri að komast í með fljótum mönnum, komast á kantanna og fyrir. Það tókst fyrsta hálftímann full oft, gæðin á fyrirgjöfunum var ekki alveg eins og ég hefði viljað sjá þær, en það lagaðist í seinni hálfleik og það rúllaði betur þá,"
sagði hann ennfremur.

Breiðablik fer á Hásteinsvöll í næstu umferð þar sem liðið mætir ÍBV, en Eyjamenn sigruðu einmitt ÍA með einu marki gegn engu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner