Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   sun 05. maí 2019 17:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við viljum tengja saman season
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu Þróttara frá Reykjavík í fyrstu umferð Inkasso deildar karla í blíðskapa veðri í laugardalnum í dag.
Njarðvíkingum sem spáð er erfiðu sumri sótti öll stiginn sem í boði voru á Eimskipsvellinum þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þrótt 3-2.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Njarðvík

"Frábær byrjun, mjög gott að starta svona bara í hörku leik líka, áttum bara feikilega góðan leik hér í dag, laugardalnum og sterkur sigur og góð byrjun." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar komust yfir í byrjun leiks en Þróttarar snéru taflinu svo sér í vil en eftir að Þróttarar komust yfir í leiknum virtist það kveikja á Njarðvíkingum sem skoruðu næstu tvö mörk leiksins stuttu seinna og endurheimtu forystuna.
„Við vorum raunverulega sterkari aðilill í seinni hálfleik, við byrjuðum náttúrulega leikinn mjög vel en þeir svona tóku yfir fyrri hálfleikinn, svo byrjuðum við seinni hálfleikinn vel og vorum hættulegir á meðan þeir sköpuðu sér lítið sem ekki neitt."

Njarðvíkingar eru á sínu öðru tímabili í Inkasso deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í fyrra þegar þeir enduðu í 6.sæti og oft er talað um "Second season syndrome" hjá liðum sem koma upp og eiga gott fyrsta ár.
„Eigum við ekki að sjá bara til í september með það hvernig það endar en við ætlum okkur stærri hluti en það, við viljum tengja saman season og höfum ekki gert það í Njarðvík síðan áttatíu og eitthvað þannig að við viljum vera lengur í þessari deild heldur en eitt ár í einu þannig að vonandi stöndum við okkur það vel í sumar að við náum jafnvel að gera betur en í fyrra en að minnsta kosti halda okkur í deildinni."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner