Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með sigur sinna manna gegn ÍBV í annari umferð Pepsi Max-deildarinnar á Meistaravöllum í dag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri KR eftir að staðan hafði verið markalaus í hálfleik.
„Við vorum alltof hægir í fyrri hálfleik og auðvelt fyrir þá að verjast okkur. Þetta var hálfgert vonleysi og við vorum bara lélegir en þrátt fyrir það vorum með yfirhöndina."sagði Rúnar eftir leik.
„Við vorum alltof hægir í fyrri hálfleik og auðvelt fyrir þá að verjast okkur. Þetta var hálfgert vonleysi og við vorum bara lélegir en þrátt fyrir það vorum með yfirhöndina."sagði Rúnar eftir leik.
Lestu um leikinn: KR 3 - 0 ÍBV
Sem fyrr segir var staðan markalaus í hálfleik og spiluðu Eyjamenn góðan varnarleik. En eftir fyrsta mark KR var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda.
„Við hækkuðum aðeins tempóið í seinni hálfleik og spiluðum hraðar. Það skiptir síðan máli að fá fyrsta markið og eftir það var þetta aldrei spurning."
Björgvin Stefánsson skoraði þriðja mark KR eftir að hafa komið inn af varamannabekknum. Hann fagnaði því með því að sækja sólgleraugu í stúkunni. Rúnar hafði gaman af því.
„Björgvin er svo karakter sem að býður uppá sig og hann er stórkostlegur. Við verðum bara ánægðir á meðan að þetta fer ekki verr en þetta." sagði Rúnar glaður að lokum.
Athugasemdir