29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 05. júní 2021 19:11
Victor Pálsson
Orri Hjaltalín: Ólíkir sjálfum okkur og lélegir allan leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var súr á svip í kvöld eftir leik liðsins við Víking Ólafsvík í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  2 Þór

Þórsarar þurftu að sætta sig við eitt stig í þessum leik en liðið endaði leikinn tveimur mönnum fleiri eftir rauðu spjöld Emmanuel Eli Keke og Kareem Isiaka hjá Víkingum.

Staðan var 2-1 fyrir Þór þegar 19 mínútur voru eftir og þá tveimur mönnum fleiri. Víkingum tókst þrátt fyrir það að jafna er Marteinn Theodórsson skoraði á 80. mínútu.

Orri var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs og var í skýr í viðtali eftir lokaflautið.

„Ég er gríðarlega svekktur með hvernig loka niðurstaðan var. Við vorum ólíkir sjálfum okkur í dag og vorum lélegir allan leikinn," sagði Orri.

„Við vorum komnir í mjög ágætlega stöðu, marki yfir og fyrst einum og svo tveimur mönnum fleiri en þeir bara unnu fyrir þessu jöfnunarmarki og því er þetta grautfúlt. Þetta eru tvö stig sem við fáum ekki."

„Það er hægt að taka til einhverjar afsakanir en þetta er leikstaða sem við eigum að loka alla daga. Ég hef sagt það áður að við séum ekki nógu tilbúnir að vera í einhverri toppbaráttu en það voru margir af mínum strákum sem voru ekki tilbúnir í þennan leik."

Nánar er rætt við Orra í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner