Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   lau 05. júní 2021 19:11
Victor Pálsson
Orri Hjaltalín: Ólíkir sjálfum okkur og lélegir allan leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var súr á svip í kvöld eftir leik liðsins við Víking Ólafsvík í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  2 Þór

Þórsarar þurftu að sætta sig við eitt stig í þessum leik en liðið endaði leikinn tveimur mönnum fleiri eftir rauðu spjöld Emmanuel Eli Keke og Kareem Isiaka hjá Víkingum.

Staðan var 2-1 fyrir Þór þegar 19 mínútur voru eftir og þá tveimur mönnum fleiri. Víkingum tókst þrátt fyrir það að jafna er Marteinn Theodórsson skoraði á 80. mínútu.

Orri var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs og var í skýr í viðtali eftir lokaflautið.

„Ég er gríðarlega svekktur með hvernig loka niðurstaðan var. Við vorum ólíkir sjálfum okkur í dag og vorum lélegir allan leikinn," sagði Orri.

„Við vorum komnir í mjög ágætlega stöðu, marki yfir og fyrst einum og svo tveimur mönnum fleiri en þeir bara unnu fyrir þessu jöfnunarmarki og því er þetta grautfúlt. Þetta eru tvö stig sem við fáum ekki."

„Það er hægt að taka til einhverjar afsakanir en þetta er leikstaða sem við eigum að loka alla daga. Ég hef sagt það áður að við séum ekki nógu tilbúnir að vera í einhverri toppbaráttu en það voru margir af mínum strákum sem voru ekki tilbúnir í þennan leik."

Nánar er rætt við Orra í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner