Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 05. júní 2021 19:11
Victor Pálsson
Orri Hjaltalín: Ólíkir sjálfum okkur og lélegir allan leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var súr á svip í kvöld eftir leik liðsins við Víking Ólafsvík í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  2 Þór

Þórsarar þurftu að sætta sig við eitt stig í þessum leik en liðið endaði leikinn tveimur mönnum fleiri eftir rauðu spjöld Emmanuel Eli Keke og Kareem Isiaka hjá Víkingum.

Staðan var 2-1 fyrir Þór þegar 19 mínútur voru eftir og þá tveimur mönnum fleiri. Víkingum tókst þrátt fyrir það að jafna er Marteinn Theodórsson skoraði á 80. mínútu.

Orri var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs og var í skýr í viðtali eftir lokaflautið.

„Ég er gríðarlega svekktur með hvernig loka niðurstaðan var. Við vorum ólíkir sjálfum okkur í dag og vorum lélegir allan leikinn," sagði Orri.

„Við vorum komnir í mjög ágætlega stöðu, marki yfir og fyrst einum og svo tveimur mönnum fleiri en þeir bara unnu fyrir þessu jöfnunarmarki og því er þetta grautfúlt. Þetta eru tvö stig sem við fáum ekki."

„Það er hægt að taka til einhverjar afsakanir en þetta er leikstaða sem við eigum að loka alla daga. Ég hef sagt það áður að við séum ekki nógu tilbúnir að vera í einhverri toppbaráttu en það voru margir af mínum strákum sem voru ekki tilbúnir í þennan leik."

Nánar er rætt við Orra í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner