Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
fimmtudagur 14. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
þriðjudagur 19. mars
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 06.apr 2020 18:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Jasmín fór í besta liðið á Kýpur: Spiluðum oft gegn strákum

Jasmín Erla Ingadóttir lék með Stjörnunni á síðustu leiktíð í Pepsi Max-deild kvenna. Jasmín hafði komið frá FH og lék hún stórt hlutverk hjá Stjörnunni, lék alla leikina og liðið endaði í 5. sæti.

Jasmín lék með Fjölni þar til í 3. flokki og skipti þá yfir í Fylki þar sem hún spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki. Fréttaritari hafði samband við Jasmín og spurði hana út í ferilinn til þessa.

Ég hef spilað allar stöður nema mark síðan ég kom upp í meistaraflokk en spila mest á miðjunni
Ég hef spilað allar stöður nema mark síðan ég kom upp í meistaraflokk en spila mest á miðjunni
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þjálfarinn minn í Fjölni hann Daníel var að hætta og ég vissi að Kjartan þjálfari 3. flokks Fylkis á þeim tíma og er nú þjálfari meistaraflokks Fylkis, væri mjög góður þjálfari.
Þjálfarinn minn í Fjölni hann Daníel var að hætta og ég vissi að Kjartan þjálfari 3. flokks Fylkis á þeim tíma og er nú þjálfari meistaraflokks Fylkis, væri mjög góður þjálfari.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Krossbandslitið var mikið högg þar sem ég var búin að bæta mig mjög mikið og þroskast sem leikmaður á mjög stuttum tíma, þar af leiðandi var ég virkilega spennt fyrir komandi sumri.
Krossbandslitið var mikið högg þar sem ég var búin að bæta mig mjög mikið og þroskast sem leikmaður á mjög stuttum tíma, þar af leiðandi var ég virkilega spennt fyrir komandi sumri.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ástæðan fyrir að ég valdi FH var af því mér fannst það efnilegt og spennandi lið. Svo fannst mér líka mikilvægt að ég fengi spilatíma
Ástæðan fyrir að ég valdi FH var af því mér fannst það efnilegt og spennandi lið. Svo fannst mér líka mikilvægt að ég fengi spilatíma
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég get ómögulega svarað hvað fór úrskeiðis en úrslitin féllu einfaldlega ekki með okkur. Þegar ung og reynslulítil lið lenda í mótlæti eru þau líklegri til að brotna
Ég get ómögulega svarað hvað fór úrskeiðis en úrslitin féllu einfaldlega ekki með okkur. Þegar ung og reynslulítil lið lenda í mótlæti eru þau líklegri til að brotna
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Ég vildi helst fara í lið þar sem ég þyrfti að berjast meira fyrir sæti mínu í liðinu svo það komu nokkur lið til greina
Ég vildi helst fara í lið þar sem ég þyrfti að berjast meira fyrir sæti mínu í liðinu svo það komu nokkur lið til greina
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var sátt við þetta tímabil þar sem ég í fyrsta lagi féll ekki og við vorum með mjög ungt lið sem fékk mikla reynslu
Ég var sátt við þetta tímabil þar sem ég í fyrsta lagi féll ekki og við vorum með mjög ungt lið sem fékk mikla reynslu
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æfingarnar voru hinsvegar mjög góðar og svo spiluðum við mjög reglulega á móti strákum. Ég lærði helling þarna úti svo ég er virkilega ánægð með að hafa farið þangað.
Æfingarnar voru hinsvegar mjög góðar og svo spiluðum við mjög reglulega á móti strákum. Ég lærði helling þarna úti svo ég er virkilega ánægð með að hafa farið þangað.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Réttfættur miðjumaður
Við byrjum á því að kynast Jasmín aðeins betur. Jasmín er réttfætt en hvar á vellinum hefur hún spilað á meistaraflokksferli sínum?

„Ég hef spilað allar stöður nema mark síðan ég kom upp í meistaraflokk en spila mest á miðjunni," sagði Jasmín við Fótbolta.net.

Skipt yfir í Fylki þegar þjálfarinn hætti
Jasmín lék með Fjölni þar til í þriðja flokki og lék leik í A-deildinni í þriðja flokki. Hún skiptir svo yfir í Fylki sem lék í B-deildinni. Hver er sagan á bakvið þessi skipti?

„Þjálfarinn minn í Fjölni hann Daníel var að hætta og ég vissi að Kjartan þjálfari 3. flokks Fylkis á þeim tíma og er nú þjálfari meistaraflokks Fylkis, væri mjög góður þjálfari. Ásamt því að Fylkisliðið var mjög gott, við unnum bikarinn og lentum í 2. sæti Íslandsmótinu,"

Það er önnur saga úr yngri flokkunum því í 'Hinni hliðinni' (2017) segir Jasmín frá því þegar hún var slegin utanundir af Andreu Mist Pálsdóttur. Átti Jasmín þetta högg skilið?

„Það var nú bara í gríni gert. Við vorum að spila og hún kemur inn á og ég þykist ætla gefa henni five en dreg þá hendina í burtu og þá fékk ég bara léttan löðrung. Hún var í fullum rétti.

Komin í meistaraflokkinn tveimur vikum eftir skiptin
Jasmín steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Fylkis sumarið 2014. Kom kallið frá meistaraflokknum á óvart? Hvernig var að koma inn í lið Fylkis?

„Já það kom virkilega á óvart þar sem ég var bara búin að vera í Fylki í tvær vikur og ennþá minna með meistaraflokknum þar. En það var mjög gaman að stíga mín fyrstu skref í meistaraflokk í Fylki. Hópurinn var líka mjög góður."

Hver var munurinn á fyrsta tímabilinu og tímabili númer tvö?

„Stærsti munurinn er sá að ég var búin að kynnast stelpunum, það tekur alltaf smá tíma að aðlagast nýju liði. Svo fékk ég mikið traust frá Jöra sem ég verð alltaf mjög þakklát fyrir því þetta var skemmtilegasta tímabil sem ég hef spilað.

Sleit krossband árið 2016
Jasmín spilar ekkert tímabilið 2016 vegna þess að hún sleit krossband. Hvernig var sá tími?

„Krossbandslitið var mikið högg þar sem ég var búin að bæta mig mjög mikið og þroskast sem leikmaður á mjög stuttum tíma, þar af leiðandi var ég virkilega spennt fyrir komandi sumri."

Vildi spila í úrvalsdeild
Fylkir fellur sumarið 2017 og Jasmín skiptir yfir í FH. Var fallið ástæðan fyrir skiptunum og var FH eina liðið sem kom til greina á þessum tímapunkti?

„Já fallið er ástæðan fyrir því að ég skipti því ég vildi spila í efstu deild og nei FH var ekki eina liðið sem ég var að skoða og fundaði með."

„Ástæðan fyrir að ég valdi FH var af því mér fannst það efnilegt og spennandi lið. Svo fannst mér líka mikilvægt að ég fengi spilatíma þar sem ég var að koma út úr tveimur erfiðum tímabilum og vildi reyna fá gamla góða sjálfstraustið mitt aftur."


Botnsætið raunin árið 2018
Ef Jasmín lítur til baka hvað fór úrskeiðis um sumarið hjá FH liðinu?

„Ég get ómögulega svarað hvað fór úrskeiðis en úrslitin féllu einfaldlega ekki með okkur. Þegar ung og reynslulítil lið lenda í mótlæti eru þau líklegri til að brotna heldur en reynsluboltarnir sem hafa gengið í gegnum margt á ferlinum."

Vildi þurfa að berjast fyrir sæti í liðinu
Jasmín vildi halda áfram að leika í efstu deild og semur við Stjörnuna haustið 2018. Kom til greina að fara í annað lið eða var Stjarnan eina liðið frá degi eitt?

„Ég vildi helst fara í lið þar sem ég þyrfti að berjast meira fyrir sæti mínu í liðinu svo það komu nokkur lið til greina."

„Ég taldi á þeim tímapunkti að Stjarnan væri rétti staðurinn fyrir mig til að fá að æfa með betri leikmönnum og bæta mig en samt eiga séns á að fá einhvern spilatíma. En svo gerist það að margir leikmenn hætta eða skipta um lið svo ég spilaði alla leiki, þetta tók aðeins aðra stefnu."


Meðvitaðar um markaþurrð - Loksins ekki fall
Stjarnan fór í gegnum tímabil á síðustu leiktíð þar sem ekkert gekk að skora. Umræða fór af stað um markaþurrð og er undirritaður sekur um að vekja athygli á markaþurrðinni. Fór umræðan eitthvað í hausinn á leikmönnum?

„Það var mikið talað um þessa markaþurrð en ég held að það hafi ekkert farið of mikið í hausinn á leikmönnum. Við vorum allar meðvitaðar um hana en vorum samt ekki að brjóta okkur niður."

Hvernig lítur Jasmín annars til baka á síðasta tímabil með Stjörnunni?

„Ég var sátt við þetta tímabil þar sem ég í fyrsta lagi féll ekki og við vorum með mjög ungt lið sem fékk mikla reynslu.

Apollon yfirburða lið og reglulega spilað gegn strákum
Jasmín var lánuð til Apollon á Kýpur eftir síðasta tímabilið. Hvernig var á Kýpur?

„Apollon er yfirburða lið á Kýpur svo hin liðin veittu okkur ekki mikla mótspyrnu og því voru mótsleikir auðveldir. Æfingarnar voru hinsvegar mjög góðar og svo spiluðum við mjög reglulega á móti strákum. Ég lærði helling þarna úti svo ég er virkilega ánægð með að hafa farið þangað."

Hvenær hófst lánssamningurinn og hvenær átti hann að enda?

„Ég fór út í lok september og samningurinn var til 31. mars."

Meiri áhersla á tækni
Jasmín var spurð út í muninn á því að vera heima á Íslandi yfir veturinn samanborið við að vera úti á Kýpur.

„Munurinn er sá að hér er mjög langt og strangt undirbúningstímabil en á Kýpur er tímabil í gangi yfir veturinn."

Er einhver munur á boltanum sem er spilaður?

„Já það er mikill munur á boltanum þarna úti og hér heima, íslenski boltinn er meira líkamlegur þar að segja mikið lagt upp úr því að vera í góðu líkamlegu standi og geta hlaupið mikið en úti er miklu meira lagt áherslu á tækni.

Einbeitir sér að því sem hún getur stjórnað
Jasmín fékk á einum tímapunkti kallið í A-landsliðshópinn þegar hann var kallaður saman til að æfa. Hvernig var sú upplifun og hvernig lítur hún á landsliðsmöguleikana í dag?

„Það er alltaf gaman og heiður að fá að æfa með landsliðinu. Ég reyni að pæla sem minnst í möguleikum mínum og reyni að einbeita mér að því sem ég stjórna sem er að æfa vel og reyna bæta mig sem leikmann."

Ómögulegt að segja til um framhaldið
Í dag lifum við á tímum kórónaveirunnar eins og flestir vita en hvernig var planið hjá Jasmín með komandi tímabil?

„Planið var að spila hálft tímabil með Stjörnunni og fara svo aftur út um miðjan júlí og spila með Apollon í Meistaradeildinni. Eins og staðan er núna þá er ekki líklegt að það gangi upp svo það er ómögulegt að segja til um hvernig sumarið verður," sagði Jasmín að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner