„Mér líst gríðarlega vel á þetta og get ekki beðið eftir komandi tímum í Mosfellsbænum. Frábær andi og gríðarlega spenntur.“ sagði Þórður Gunnar Hafþórsson, nýr leikmaður Aftureldingar, eftir að hafa skrifað undir í Mosfellsbænum í dag.
Hvernig var aðdragandinn að komu Þórðar í Aftureldingu?
„Ég heyrði fyrst í Magga og Enes fyrir mánuði síðan. Þá tókum við fund en þetta hefur verið nokkur spjöll í mánuð en svo leyst mér best á Aftureldingu og skrifaði undir þar.“
Var Afturelding ofarlega á blaði og var þetta aldrei spurning?
„Það var efst á blaði.“
Það hefur verið mikill uppgangur hjá Aftureldingu undanfarin ár en Þórður er spenntur að taka þátt í þeirri vegferð sem þeir eru á.
„Mér finnst það bara geðveikt. Ég get beðið að byrja þessa vegferð með Aftureldingu og ég veit að þeir ætla sér hluti.“
Hefur Þórður sett sér einhver markmið fyrir tímabilið?
„Ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa liðinu að ná góðum árangri. Ég passa vel inn í leikstílinn hjá þeim held ég.“
Viðtalið við Þórð má sjá í spilaranum hér að ofan í heild sinni.