Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   fös 06. desember 2024 14:29
Sölvi Haraldsson
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Þórður Gunnar Hafþórsson.
Þórður Gunnar Hafþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líst gríðarlega vel á þetta og get ekki beðið eftir komandi tímum í Mosfellsbænum. Frábær andi og gríðarlega spenntur.“ sagði Þórður Gunnar Hafþórsson, nýr leikmaður Aftureldingar, eftir að hafa skrifað undir í Mosfellsbænum í dag.


Hvernig var aðdragandinn að komu Þórðar í Aftureldingu?

Ég heyrði fyrst í Magga og Enes fyrir mánuði síðan. Þá tókum við fund en þetta hefur verið nokkur spjöll í mánuð en svo leyst mér best á Aftureldingu og skrifaði undir þar.“

Var Afturelding ofarlega á blaði og var þetta aldrei spurning?

Það var efst á blaði.

Það hefur verið mikill uppgangur hjá Aftureldingu undanfarin ár en Þórður er spenntur að taka þátt í þeirri vegferð sem þeir eru á.

Mér finnst það bara geðveikt. Ég get beðið að byrja þessa vegferð með Aftureldingu og ég veit að þeir ætla sér hluti.

Hefur Þórður sett sér einhver markmið fyrir tímabilið?

Ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa liðinu að ná góðum árangri. Ég passa vel inn í leikstílinn hjá þeim held ég.

Viðtalið við Þórð má sjá í spilaranum hér að ofan í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner