'Annars erum við á fínum stað'
„Mér fannst margt ágætt og það voru nokkrir að spila vel," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir 3-1 tap gegn Breiðabliki í Lengjubikarnum í kvöld.
„Heilt yfir vissum við að þeir yrðu mikið meira með boltann. Við erum búnir að vera að drilla annað kerfi í vetur og vorum að taka nýjar áherslur núna. Þetta var ágætt."
Hann er nokkuð ánægður með hvernig undirbúningstímabilið hefur verið.
„Það eru margir búnir að vera í meiðslum, við fengum tvo leikmenn inn meidda. Janúar var erfiður og leiðinlegur veðurfarslega. Desember líka. Maður hefði verið til í að vera búinn að æfa aðeins öðruvísi - annars erum við á fínum stað."
Sigurður vildi lítið gefa upp um markmiðasetningu fyrir sumarið. „Það er bara að eiga gott sumar," sagði hann og glotti.
Viðtalið við hann má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir