Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir 2-0 sigur Chelsea gegn Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Kai Havertz og Raheem Sterling skoruðu mörkin og voru bestu menn vallarins í einkunnagjöf Sky með 8 í einkunn á meðan allir liðsfélagar þeirra fengu 7 fyrir sinn þátt. Havertz var þó valinn bestur.
Alexander Meyer, Emre Can, Giovanni Reyna og Jude Bellingham voru bestu leikmenn Dortmund með 7 í einkunn. Marius Wolf, sem fékk dæmda vítaspyrnu á sig þegar hann fékk fyrirgjöf í handlegginn, var versti maður vallarins með 5 í einkunn.
Chelsea er annað liðið til að tryggja sér þátttökurétt í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár eftir Benfica.
Chelsea: Kepa (7), Cucurella (7), Koulibaly (7), Fofana (7), James (7), Chilwell (7), Kovacic (7), Fernandez (7), Sterling (8), Havertz (8), Felix (7).
Varamaður: Gallagher (7)
Dortmund: Meyer (7), Wolf (5), Sule (6), Schlotterbeck (6), Guerreiro (6), Can (7), Ozcan (6), Reyna (7), Bellingham (7), Reus (6), Haller (6).
Varamenn: Bynoe-Gittens (6), Malen (6).