Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   mán 07. apríl 2025 22:00
Sverrir Örn Einarsson
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Sölvi Geir á hliðarlínunni í kvöld
Sölvi Geir á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu torsóttan 2-0 sigur á nýliðum ÍBV þegar liðin mættust í Víkinni í fyrstu umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld. Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik.
Sölvi sagði um leik sinna manna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 ÍBV

„Mér fannst við koma okkur í mörg færi í leiknum. Það vantaði bara að nýta þau en mér fannst spilamennskan fín. Sömuleiðis vantaði aðeins upp á tempó breytingar í okkar leik sem var oft svolítið fyrirsjáanlegur og við hefðum viljað fá aðeins meira flæði.“

Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Víkingar yfir tiltölulega snemma í síðari hálfleik. Heldur seig þó á ógæfuhliðina þegar Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald á 55. mínútu leiksins.

„Seinni hálfleikurinn byrjaði vel fyrir okkur. Við töluðum um það í hálfleik að halda áfram að spila svona en gerðum smá áherslubreytingar. Við höfum oft lent í þessari stöðu þar sem við náum ekki að brjóta varnarmúrinn niður en erum þolinmóðir og fengum gott mark. En svo lendum við manni færri og það er erfitt að spila fótboltaleiki einum manni færri.“

Af sjónvarpsmyndum að dæma var það hárrétt ákvörðun hjá Helga Mikael dómara leiksins að senda Gylfa í sturtu en hvernig skyldi atvikið hafa horft við Sölva?

„Ég sé þetta rosalega illa. Það kom mér á óvart hvað hann var snöggur að rífa upp rauða spjaldið en Helgi svo sem hikar ekkert við að rífa upp rauða spjaldið gegn Víkingum.“

Sagði Sölvi kíminn og vísar þar í frægan leik KR og Víkinga árið 2019 þar sem þrír Víkingar fengu rautt spjald þar á með Sölvi sjálfur frá Helga Mikael.

„En ég á eftir að sjá þetta atvik betur en hann var fullfljótur að rífa upp spjaldið. Mér fannst þetta ekki það alvarlegt þaðan sem ég var. Gylfi var bara að reyna að fara í boltann og ég hef í raun lítið um þetta að segja.“

Oliver Ekroth fyrirliði Víkinga var ekki með þeim í dag og um fjarveru hans sagði Sölvi.

„Hann er tæpur og við mátum það þannig að það væri óþarfi að taka sénsa með hann. Við erum vel mannaðir í hafsentastöðunni. Sveinn Gísli hefur verið að sýna frábæra leiki með okkur á undirbúningstímabilinu og gegn Phanathinaikos og hefur tekið stórt skref áfram og Gunnar Vatnhamar það vita allir hvernig hann er.“

Sagði Sölvi en allt viðtalið við Sölva má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir