Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   mán 07. apríl 2025 22:00
Sverrir Örn Einarsson
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Sölvi Geir á hliðarlínunni í kvöld
Sölvi Geir á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu torsóttan 2-0 sigur á nýliðum ÍBV þegar liðin mættust í Víkinni í fyrstu umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld. Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik.
Sölvi sagði um leik sinna manna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 ÍBV

„Mér fannst við koma okkur í mörg færi í leiknum. Það vantaði bara að nýta þau en mér fannst spilamennskan fín. Sömuleiðis vantaði aðeins upp á tempó breytingar í okkar leik sem var oft svolítið fyrirsjáanlegur og við hefðum viljað fá aðeins meira flæði.“

Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Víkingar yfir tiltölulega snemma í síðari hálfleik. Heldur seig þó á ógæfuhliðina þegar Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald á 55. mínútu leiksins.

„Seinni hálfleikurinn byrjaði vel fyrir okkur. Við töluðum um það í hálfleik að halda áfram að spila svona en gerðum smá áherslubreytingar. Við höfum oft lent í þessari stöðu þar sem við náum ekki að brjóta varnarmúrinn niður en erum þolinmóðir og fengum gott mark. En svo lendum við manni færri og það er erfitt að spila fótboltaleiki einum manni færri.“

Af sjónvarpsmyndum að dæma var það hárrétt ákvörðun hjá Helga Mikael dómara leiksins að senda Gylfa í sturtu en hvernig skyldi atvikið hafa horft við Sölva?

„Ég sé þetta rosalega illa. Það kom mér á óvart hvað hann var snöggur að rífa upp rauða spjaldið en Helgi svo sem hikar ekkert við að rífa upp rauða spjaldið gegn Víkingum.“

Sagði Sölvi kíminn og vísar þar í frægan leik KR og Víkinga árið 2019 þar sem þrír Víkingar fengu rautt spjald þar á með Sölvi sjálfur frá Helga Mikael.

„En ég á eftir að sjá þetta atvik betur en hann var fullfljótur að rífa upp spjaldið. Mér fannst þetta ekki það alvarlegt þaðan sem ég var. Gylfi var bara að reyna að fara í boltann og ég hef í raun lítið um þetta að segja.“

Oliver Ekroth fyrirliði Víkinga var ekki með þeim í dag og um fjarveru hans sagði Sölvi.

„Hann er tæpur og við mátum það þannig að það væri óþarfi að taka sénsa með hann. Við erum vel mannaðir í hafsentastöðunni. Sveinn Gísli hefur verið að sýna frábæra leiki með okkur á undirbúningstímabilinu og gegn Phanathinaikos og hefur tekið stórt skref áfram og Gunnar Vatnhamar það vita allir hvernig hann er.“

Sagði Sölvi en allt viðtalið við Sölva má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner