Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 07. júlí 2023 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Guðmundur Baldvin: Þegar litli Messi skaut?
Icelandair
Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er svekkjandi en við erum sáttir að hafa náð inn jöfnunarmarkinu. Við erum enn inni," sagði Guðmundur Baldvin Nökkvason, leikmaður U19 landsliðsins, við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn Noregi í öðrum leik liðsins á Evrópumóti U19 landsliða í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U19 1 -  1 Noregur U19

Íslenska liðið spilaði mjög vel í seinni hálfleiknum sérstaklega og verðskuldaði liðið jöfnunarmarkið glæsilega sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði.

„Ef við hefðum tapað þá værum við farnir heim. Við sóttum undir lokin og það skilaði."

Um markið flotta sagði hann: „Þegar litli Messi skaut? Það var rosalegt. Hann er svo góður, þetta var geggjað. Ég hélt að það myndi koma annað í kjölfarið."

Er þetta gælunafnið hans Eggerts? 'Litli Messi'.

„Já, við þurfum að fá það í gegn, litli Messi. Hann er einstakur," sagði Guðmundur en hann og Eggert eru liðsfélagar í Stjörnunni.

Næsti leikur Íslands er á móti Grikklandi, það er síðasti leikurinn í riðlinum. Með sigri eiga strákarnir möguleika á því að fara áfram en úrslit í hinum leiknum þurfa einnig að falla með okkur. „Við þurfum að klára okkar og sjá hvað gerist."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner