

„Náttúrulega geggjað að taka þrjú stig og vinna þær, þær eru sprækar og góðar og snöggar á boltanum, bara mjög gott lið þótt það sýni ekki alveg hvar þær eru í töflunni þá finnst mér þær hrikalega góðar. Mér finnst við ekki byrja leikinn nógu vel, mér fannst við ekki kveikja nógu vel á okkur fyrr enn í seinni hálfleik svona ágríns, en bara fínt að skora tvö mörk í fyrri hálfleik og klára svo leikinn í seinni hálfleik“.
Lestu um leikinn: Augnablik 0 - 4 Víkingur R.
Þú talar um að þið séuð hægar af stað. Hvað breyttist?
„Við erum bara vel spilandi lið og við erum orðnar góðar í því að spila vel þegar við erum samt ekki að spila vel. Við erum farnar að vera svolítið stabílar og góðar og við erum farnar að vera góðar þótt við séum lélegar“.
Þið styrkið stöðuna ykkar á toppnum, hvað finnst þér um það?
„Það er náttúrulega bara geggjað og það var algjörlega markmiðið fyrir sumarið og við erum alltaf bara að gera betur og betur og bæta stigum á töfluna“.
Nú er bikarúrslitaleikur framundan á föstudaginn, hvernig legst hann í ykkur?
„Bara hrikalega vel, við erum allar sjúklega spenntar fyrir þessu og þetta er bara geggjað tækifæri sem við erum að fá. Þetta var góður undirbúningur fyrir Breiðablik á föstudaginn og ég meina ég myndi ekki segja að það sé pressa á okkur en það getur allt gerst, kannski vinnum við bara“.