Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 07. september 2019 18:53
Arnar Helgi Magnússon
Gylfi Þór: Albanía betra en þetta lið
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson átti flottan leik á miðsvæðinu í kvöld þegar Ísland sigraði Moldóvu í undankeppni EM 2020 í kvöld.

„Við erum betra lið en þeir voru betri fyrstu fimmtán. Þeir hefðu auðveldlega getað skapað sér fleiri færi," sagði Gylfi eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

„Við vorum bara í vandræðum í upphafi leiks og þeir voru bara betri í öllu. Við vorum bara rólegir og auðvitað hjálpar fyrsta markið, það setti smá pressu á þá. Við stjórnuðum þessu ágætlega eftir það."

Jón Daði og Kolbeinn Sigþórsson mönnuðu framlínu Íslands í dag og var Gylfi ánægður með þeirra frammistöðu.

„Frábærlega vel gert hjá Jóni Daða í fyrsta markinu, frábær snerting og hann leggur hann á Kolbein sem klárar í fyrsta. Það er frábært fyrir Kolbein að vera kominn aftur í landsliðið og vera byrjaður að skora mörk."

Ísland er á góðri siglingu í riðlinum með fjóra sigra í fimm leikjum.

„Við getum ekkert kvartað yfir því. Eina tapið er á móti Frakklandi úti. Ég hafði alltaf trú á því að þegar það kæmi í undankeppnina þá yrðum við góðir. Þetta er frábær byrjun og það er mikilvægur leikur á þriðjudag."

„Albanía er sterkara lið en það sem við vorum að spila við í kvöld. Við verðum að sækja þrjú stig," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner