„Held að Hallgrímur Jónasson byrji sem hægri bakvörður"
Mikil spenna er fyrir komandi umspilsleiki Íslands og Króatíu en fyrri leikurinn er á Laugardalsvelli eftir viku.
Fram að leik mun Fótbolti.net taka púlsinn á góðum sérfræðingum og í dag svarar Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður á RÚV nokkrum spurningum.
,,Króatarnir eru stóra liðið en við eigum ágætis möguleika, sérstaklega hvernig þeir hafa spilað í síðustu leikjum, aðeins eitt stig í síðustu fjórum leikjum," segir Þorkell Gunnar.
Birkir Már Sævarsson verður í leikbanni í fyrri leiknum og Þorkell býst við að Hallgrímur Jónasson fái það verkefni að fylla skarð hans.
,,Ég held að Hallgrímur Jónasson byrji sem hægri bakvörður í fyrri leiknum," sagði Þorkell en Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er uppáhaldsmaður hans í landsliðinu.
Spurningarnar sem Þorkell svaraði:
Hvernig meturðu möguleikana gegn Krótöum?
Hvað ber helst að varast í leik Króata?
Heldurðu að aðstæður á Laugardalsvelli muni hafa mikil áhrif á fyrri leikinn?
Hver á að vera í hægri bakverði í fyrri leiknum?
Væri Alfreð í þínu byrjunarliði?
Hver er uppáhalds leikmaður í landsliðinu?
Hvernig fer fyrri leikurinn?
Skilaboð til liðsins.....
Athugasemdir























