Linda Líf Boama var að vonum sátt með 10 - 0 sigur á ÍR í fyrstu umferð Inkasso-deild kvenna sem fór fram í kvöld. Hún átti frábæran leik og skoraði þrennu. Hún telur að góð úrslit á undirbúningstímabilinu kemur með gott sjálfstraust inn í mótið en þó þarf að hugsa um einn leik í einu.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 10 - 0 ÍR
„leikplanið gekk upp þannig við erum allar mjög ánægðar'' sagði Linda Líf eftir leikinn í kvöld.
„Við byrjuðum reyndar með þrjár frammi og ætluðum að fara aggressive á þetta, en síðan breyttum við og fórum með tvær upp og það er planið sem við erum búnar að vera með í allan vetur þannig það virkaði betur''. Sagði Linda þegar hún var spurð hvort að það var lagt eitthvað sérstakt upp fyrir leikinn.
Í lokin var Linda bjartsýn á sumarið og segir að Þróttur ætlar sér upp um deild.
Þið lentuð í fjórða sæti í fyrra og spáin segir það sama í ár, ætli þið að fara ofar en það ?
„ Já, við ætlum okkur upp''
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir
























