„Ég er bara ánægður með þrjú stig. Ánægður með að vinna leikinn, ánægður með að halda hreynu og það er það sem við tökum úr þessum leik.'' segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH eftir 1-0 sigur gegn Tindastól í 12. umferð Bestu deild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: FH 1 - 0 Tindastóll
„Þetta er gott eftir jafntefli á móti Þrótti, tap í undanúrslit og svo tap á móti Val, þá er gott að komast aftur í sigurbraut. Gott fara í þessa pásu líka með sigur á bakinu, það einfaldar líf okkar sem erum í kringum liðið og það einfaldar líf leikmanna líka.''
„Mér fannst þetta ekkert sértakur leikur. Mér fannst hann var leiðinlegur á köflum og við gátum gert miklu betur. Við vorum sjálfum okkar verstar í leiknum,''
„Við vorum að gefa lélegar sendingar, við vorum ekki að hitta á samherja, við vorum að nýta ílla þær stöður sem við komust í á síðasta þriðjung vallarins,''
''Mér fannst FH liðið eiga þrjú stig skilið í dag. Mér fannst við vera betri aðilinn í þessum leik, þrátt fyrir ekkert sértaklega kanttspyrnulega frammistöðu,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.























