HK lenti undir gegn Keflavík í Kórnum í kvöld en kom til baka og skoraði tvö mörk í uppbótartíma. Atli Arnarson jafnaði metin snemma í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu.
Lestu um leikinn: HK 3 - 1 Keflavík
„Virkilega gott að klára þetta í lokin, það var karakter í liðinu að ná öllum þremur stigunum. Það var erfitt að brjóta Keflvíkinga niður, þetta var þolinmæðisverk en það hafðist," sagði Atli.
Atli spáði ekki mikið í því hvert hann ætlaði að skjóta en hann ákvað að skjóta beint á markið í vítinu. Hann skoraði einnig örugglega úr vítaspyrnu gegn Stjörnunni fyrr í sumar.
„Það er misjafnt, ég var ekki búinn að ákveða þetta löngu fyrir en áður en ég tók spyrnuna allavega. Stundum er Sandor (Matus) markmannsþjálfari með einhverja punkta en maður finnur bara hvað virkar fyrir sig," sagði Atli.