Tel vill helst fara til Man Utd - Annað tilboð í Mitoma - Watkins opinn fyrir Arsenal
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   lau 09. september 2023 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Neðstar 2020 en efstar núna - „Bjuggust ekki margir við þessum árangri af okkur"
Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR.
Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlega gaman, við erum búnar að vinna hart að þessu allt tímabilið. Það hefði verið gaman að fá bikarinn á heimavelli en við tökum þessu alveg," sagði Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR, eftir 1-3 sigur gegn Fjölni í 2. deild kvenna í dag.

Fyrir leikinn hafði ÍR tryggt sér sigur í deildinni en þær tóku á móti bikarnum eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

„Við vorum staðráðnar í því að taka ekki á móti bikarnum eftir tapleik," sagði Lovísa jafnframt.

„Ég hef aldrei séð þessa deild svona jafna, ótrúlega flott lið og góðir leikmenn í þessari deild. Það er mikil uppbygging. Það bjuggust ekki margir við þessum árangri af okkur. Ég held að okkur hafi verið spáð fjórða sæti. Við ætluðum að troða sokkum í fólk."

Hver var lykillinn að þessum árangri?

„Það var liðsheildin og að spila almennilegan fótbolta, ekki bara eitthvað 'kick and run'."

Lovísa spilaði með ÍR sumarið 2020 þegar þær urðu neðstar í 2. deild en núna eru þær á leið upp. „Þetta er geggjaður kjarni sem hefur verið hérna síðustu árin og svo hafa leikmenn bæst við ofan á það. Maður kemst ekki neðar en á botninn og það er geggjað að komast upp núna fjórum árum seinna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner