Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 09. september 2023 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Neðstar 2020 en efstar núna - „Bjuggust ekki margir við þessum árangri af okkur"
Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR.
Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlega gaman, við erum búnar að vinna hart að þessu allt tímabilið. Það hefði verið gaman að fá bikarinn á heimavelli en við tökum þessu alveg," sagði Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR, eftir 1-3 sigur gegn Fjölni í 2. deild kvenna í dag.

Fyrir leikinn hafði ÍR tryggt sér sigur í deildinni en þær tóku á móti bikarnum eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

„Við vorum staðráðnar í því að taka ekki á móti bikarnum eftir tapleik," sagði Lovísa jafnframt.

„Ég hef aldrei séð þessa deild svona jafna, ótrúlega flott lið og góðir leikmenn í þessari deild. Það er mikil uppbygging. Það bjuggust ekki margir við þessum árangri af okkur. Ég held að okkur hafi verið spáð fjórða sæti. Við ætluðum að troða sokkum í fólk."

Hver var lykillinn að þessum árangri?

„Það var liðsheildin og að spila almennilegan fótbolta, ekki bara eitthvað 'kick and run'."

Lovísa spilaði með ÍR sumarið 2020 þegar þær urðu neðstar í 2. deild en núna eru þær á leið upp. „Þetta er geggjaður kjarni sem hefur verið hérna síðustu árin og svo hafa leikmenn bæst við ofan á það. Maður kemst ekki neðar en á botninn og það er geggjað að komast upp núna fjórum árum seinna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner