„Þetta er ótrúlega gaman, við erum búnar að vinna hart að þessu allt tímabilið. Það hefði verið gaman að fá bikarinn á heimavelli en við tökum þessu alveg," sagði Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR, eftir 1-3 sigur gegn Fjölni í 2. deild kvenna í dag.
Fyrir leikinn hafði ÍR tryggt sér sigur í deildinni en þær tóku á móti bikarnum eftir leikinn í dag.
Fyrir leikinn hafði ÍR tryggt sér sigur í deildinni en þær tóku á móti bikarnum eftir leikinn í dag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 3 ÍR
„Við vorum staðráðnar í því að taka ekki á móti bikarnum eftir tapleik," sagði Lovísa jafnframt.
„Ég hef aldrei séð þessa deild svona jafna, ótrúlega flott lið og góðir leikmenn í þessari deild. Það er mikil uppbygging. Það bjuggust ekki margir við þessum árangri af okkur. Ég held að okkur hafi verið spáð fjórða sæti. Við ætluðum að troða sokkum í fólk."
Hver var lykillinn að þessum árangri?
„Það var liðsheildin og að spila almennilegan fótbolta, ekki bara eitthvað 'kick and run'."
Lovísa spilaði með ÍR sumarið 2020 þegar þær urðu neðstar í 2. deild en núna eru þær á leið upp. „Þetta er geggjaður kjarni sem hefur verið hérna síðustu árin og svo hafa leikmenn bæst við ofan á það. Maður kemst ekki neðar en á botninn og það er geggjað að komast upp núna fjórum árum seinna."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir