Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 10. júní 2024 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 7. umferð - Þrenna úr frekar óvæntri átt
Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
Kristrún Rut fagnar marki gegn Tindastóli.
Kristrún Rut fagnar marki gegn Tindastóli.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Þróttur vann kærkominn sigur.
Þróttur vann kærkominn sigur.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Kristrún í leiknum gegn Tindastóli.
Kristrún í leiknum gegn Tindastóli.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Kristrún Rut Antonsdóttir er sterkasti leikmaður 7. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Kristrún var frábær þegar Þróttur vann sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu en hún gerði þrennu í leiknum.

„Þetta er ekki erfitt val. Skoraði þrennu í leiknum og var bara heilt yfir frábær," skrifaði Halldór Gauti Tryggvason þegar hann valdi mann leiksins í Laugardalnum.

Þetta var þrenna úr óvæntri átt en Kristrún ræddi við Morgunblaðið eftir leikinn og sagði þá:

„Ég held bara að þetta sé mín fyrsta þrenna. Ég man ekki eft­ir því að hafa skorað þrjú mörk í leik áður. Betra er seint en aldrei," sagði Kristrún en sigurinn var afar kærkominn fyrir Þróttara.

„Það er búið að vera ansi erfitt hjá okk­ur síðustu vik­ur. Sjálfs­traustið var svo sann­ar­lega ekki í botni og það var bara þannig að þær hömruðu aðeins á okk­ur í upp­hafi leiks og við dutt­um aðeins niður en á þess­um tíma­punkti fund­um við bara takt­inn. Við erum með miklu stærri karakt­er held­ur en þetta og við bara kom­um sam­an sem lið með virki­lega góðan anda og við náðum að byggja á því."

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, hrósaði Kristrúnu eftir þennan flotta og mikilvæga sigur.

„Það er það sem er búið að skorta, okkur er að skora mörk. Liðið lendir í því í síðustu viku að Sierra, sem er búin að vera öflug, slítur krossband og við lýstum svolítið eftir því að það væri einhver sem myndi stíga upp og Kristrún gerði það svo sannarlega í dag," sagði Ólafur.

Kristrún, sem er 29 ára gömul, er í fyrsta sinn að spila með öðru liði á Íslandi en Selfossi. Hún hefur farið vel af stað með Þrótti og reyndist afar mikilvæg í þessum leik.

Hér fyrir neðan má svo sjá mörkin þrjú sem Kristrún gerði í leiknum gegn Tindastóli.

Sterkastar í fyrri umferðum
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)


Athugasemdir
banner
banner