Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 28. september
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
þriðjudagur 20. ágúst
Besta-deild kvenna
föstudagur 27. september
Championship
Plymouth 3 - 1 Luton
Super League - Women
Crystal Palace W 0 - 7 Chelsea W
Division 1 - Women
Lyon 6 - 0 Strasbourg W
Bundesligan
Dortmund 4 - 2 Bochum
Bundesliga - Women
Bayer W 2 - 1 Hoffenheim W
Vináttulandsleikur
Estonia U-16 0 - 3 Finland U-16
Serie A
Milan 3 - 0 Lecce
Úrvalsdeildin
Fakel 0 - 0 Rubin
Orenburg 1 - 2 Nizhnyi Novgorod
La Liga
Valladolid 1 - 2 Mallorca
mið 19.apr 2023 23:50 Mynd: Selfoss
Magazine image

Sér listina í hlutum sem aðrir vilja ekki eða hafa ekki not fyrir

Kristrún Rut Antonsdóttir, miðjumaður Selfoss í Bestu deildinni, er listakona mikil. Hún hefur á undanförnum árum verið að búa til sín eigin föt úr endurunnu efni og hefur mikla ástríðu fyrir því. Hún er í listanámi við háskóla í Bretlandi en stefnir á að hefja nám í fatahönnun hér heima síðar á þessu ári. Kristrún hefur spilað með stórum félögum á sínum fótboltaferli, en dreymir um að vinna 100 prósent við sitt eigið fatamerki þegar ferlinum lýkur.

Kristrún hér í eigin hönnun.
Kristrún hér í eigin hönnun.
Mynd/Úr einkasafni
Mynd/Úr einkasafni
Mynd/Úr einkasafni
Mynd/Úr einkasafni
Mynd/Úr einkasafni
Mynd/Úr einkasafni
Tónlistarkonan Bríet í hönnun frá Kristrúnu.
Tónlistarkonan Bríet í hönnun frá Kristrúnu.
Mynd/Bríet
Kristrún hefur átt mjög flottan fótboltaferil, bæði hér heima og erlendis.
Kristrún hefur átt mjög flottan fótboltaferil, bæði hér heima og erlendis.
Mynd/Mallbackens
Kristrún í leik með Selfossi.
Kristrún í leik með Selfossi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss fagnar marki.
Selfoss fagnar marki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta verkefni og umhverfi er eitthvað sem maður hefði viljað vera partur af þegar maður var yngri'
'Þetta verkefni og umhverfi er eitthvað sem maður hefði viljað vera partur af þegar maður var yngri'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristrún Rut, sem hefur komið víða við á sínum fótboltaferli, fór ung að árum að hafa áhuga á fatahönnun og því sem viðkemur henni. Hún leggur áherslu á það í sinni hönnun að endurvinna efni sem aðrir nota ekki, hvort sem það er garn eða eitthvað annað efni. Svo það fari ekki til sóunnar.

„Ég hef haft mikinn áhuga á fötum lengi. Þegar ég var yngri þá var ég mikið að sauma hjá ömmu minni en hún kenndi mér á saumavél. Hún var alltaf að gefa mér gömul föt. Ég held að ég hafi fengið áhugann á því að gera eitthvað úr gömlu efni frá ömmu," segir Kristrún í samtali við Fótbolta.net.

Er í námi og er einnig að þróa sitt merki
Kristrún, sem er úr Hveragerði, er í fjarnámi við breskan háskóla þar sem hún er í B.A. námi í textíl. Áður en hún hóf það nám þá kláraði hún tveggja ára nám í stíliseringu við LaSalle College í Montreal í Kanada en hennar helsta áhugasvið liggur í fatahönnun. Hún vonast til að komast inn í Listaháskóla Íslands til að læra fatahönnun síðar á þessu ári.

„Ég er mikið í endurhönnun, að taka gömul föt og breyta þeim í eitthvað nýtt form."

„Ég hef verið svolítið mikið út og suður, á miklu ferðalagi. Mér fannst erfitt að finna skóla þar sem ég gat verið að læra fatahönnun á netinu. Þess vegna valdi ég að fara í stíliseringu því hún er skyld fatahönnun og núna textíl sem er eitthvað sem ég get tengt inn í fatahönnun," segir Kristrún.

„Ég er á fyrsta ári í námi í Bretlandi en þetta er fjarnám. Þetta er ekki 100 prósent skóli, þetta er gert til þess að vera í einhverju með. Mér fannst það henta mjög vel með fótboltanum og því sem ég er að gera."

„Skólinn heitir Open College Of The Arts. Það eru jákvæðar hliðar og neikvæðar hliðar á að vera í svona fjarnámi. Ég er mikið að læra ein og mér finnst það smá ókostur. Það væri gaman að komast í umhverfi með öðrum listamönnum. En það er ótrúlega þægilegt ef það er leikur eða æfing að geta sett námið aðeins til hliðar. Ég fæ að læra mikið á mínum forsendum."

„Ég byrjaði í öðru fagi, ekki í textíl. Ég byrjaði í skapandi listum og kláraði einn áfanga þar. Ég ákvað að skipta og á núna eftir einn áfanga í viðbót til að klára fyrsta árið. Ég var að sækja um í fatahönnun í Listaháskólanum á Íslandi og kemst vonandi inn þar. Þegar þú ert að læra list færðu mikið að móta það sjálfur í hvaða átt þú vilt fara með þína list. Ég hef verið að reyna að tengja það við föt því það er minn aðaláhugi," segir Kristrún.

Hún hefur verið að að sækja sér þekkingu í námi en ásamt því er hún að þróa sitt eigið merki, sína eigin hönnun sem ber heitið KRHA.

„Til hliðar við skólann þá hef ég verið að þróa mitt kennileiti þegar viðkemur hönnun. Ég reyni að einblína á mikið af litum og að ég sé alltaf að nýta eitthvað endurunnið þannig að þetta sé allt sjálfbært. Eins og er þá er ég rosa mikið að taka við sérpöntunum frá fólki. Ég fæ að vita hvað það vill og þá reyni ég að gera og græja."

„Ég er mikið í endurhönnun, að taka gömul föt og breyta þeim í eitthvað nýtt form. Ég hef mjög gaman að því að endurhanna. Þau sem þekkja mig vita að ég kaupi eiginlega allt á nytjamörkuðum, flóamörkuðum eða eitthvað þannig. Ég sé listina í því að taka eitthvað og umbreyta því. Ég reyni að sjá möguleika í því sem aðrir vilja ekki."

Draumurinn að geta unnið við það 100 prósent
Hún segir að draumurinn sé að halda áfram að þróa það sem hún hefur verið að gera í fatahönnun.

„Draumurinn væri að geta unnið 100 prósent við mitt eigið merki."

„Mig langar að halda áfram að þróa það sem ég er búin að vera að gera, mitt eigið merki. Draumurinn væri að geta unnið 100 prósent við mitt eigið merki þegar ég er hætt í fótboltanum, að vera með stúdíó og vera að sauma, prjóna eða hekla alla daga,"segir Kristrún en er markaður fyrir það á Íslandi?

„Mér finnst þessi markaður ekki alveg búinn að mótast en mér finnst hann vera að gera það. Mér finnst hafa verið vitundarvakning undanfarið um það til dæmis hvað er umhverfisvænt, það er verið að hugsa meira um hvaðan fötin og efnið eru að koma, hver er að gera fötin og svo framvegis. Fólk virðist vera byrjað að pæla meira í því."

„Það er kannski ekki gígantískur markaður sem er að fara að myndast á Íslandi en þá er alltaf hægt að leita út. Ef þú ferð til Danmerkur ertu til dæmis komin með markað sem er miklu, miklu stærri."

Hannaði föt fyrir tónlistarkonuna Bríeti
Kristrún hefur meðal annars hannað föt fyrir Bríeti, eina vinsælustu tónlistarkonu Íslands.

„Ég sótti um á HönnunarMars í fyrra. Ég aðallega gerði það því mig langaði að sjá hvernig þetta ferli væri. Ég var alveg á seinustu stundu en sótti um. Ég fékk ekki inn þar en ég var búin að hugsa mjög lengi að mig langaði að hafa samband við Bríeti því mér fannst stíllinn hennar passa mikið inn í það sem ég er að gera og hvernig stíl ég er með," segir Kristrún.

„Eftir að ég fékk neitun hugsaði ég um að hafa samband við hana, hvort henni langaði að gera eitthvað saman út frá þeim hönnunum sem ég var með. Ég útskýrði það sem ég var að vinna með og hún var mjög mikið til í að skoða það. Við þróuðum hugmynd út frá því sem ég hafði búið til fyrir HönnunarMars, þær skissur sem ég hafði lagt fram þar. Það hentaði því bara mjög vel."

Fyrir Kristrúnu getur það verið góð auglýsing fyrir hennar list að fræg söngkona eins og Bríet klæðist hennar hönnun.

„Ég ákvað að gefa henni þessar flíkur svo hún gæti verið í þeim. Þá mun fólk mögulega taka eftir því. Ég vil ekki að fólk sé að auglýsa eitthvað frá mér ef það finnst það þurfa að gera það. Ég vil frekar að henni finnist fötin flott og dreifi góðu orði út frá því."

Góður tími að komast í smá festu og fá stöðugleika
En þá aðeins að fótboltaferlinum. Kristrún, sem er 28 ára, gekk aftur í raðir Selfoss sumarið 2021 eftir að hafa spilað víða í Evrópu. Ferill hennar er mjög áhugaverður en hún hefur spilað á Ítalíu, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Austurríki. Áður en hún kom heim þá spilaði hún með St. Pölten, sem er stórt félag í austurríska kvennaboltanum. Hún spilaði einnig með Roma, sem er eitt stærsta félagið á Ítalíu.

„Á síðasta tímabili hafði ég ótrúlega gaman að fótbolta."

„Það var að hluta til erfitt að koma heim því manni langar alltaf að halda áfram úti. En að sama skapi fann ég að það var góður tími fyrir mig andlega að komast í smá festu og fá stöðugleika. Ég myndi segja að það hafi verið ótrúlega gott," segir Kristrún um heimkomuna.

Að fara aftur út í atvinnumennsku heillar og var hún farin að hugsa um það síðasta sumar.

„Á síðasta tímabili hafði ég ótrúlega gaman að fótbolta. Þegar ég var búin að vera lengi úti þá var ég kannski byrjuð að missa gleðina svolítið. Ég fann hana aftur seinasta sumar. Þá fékk ég þá hugdettu að það væri kannski gaman að fara aftur út en svo meiddist ég. Það er markmiðið núna að vera heil og geta spilað allavega hérna á Íslandi," segir hún en miðjumaðurinn öflugi er enn að jafna sig af meiðslunum.

„Ég er ekki alveg orðin góð. Ég er á réttri leið. Þetta er frekar hægt ferli. Mér langar að vera komin lengra en ég held að það sé mjög skynsamlegt að taka ekki of stór skref. Ef maður fær bakslag þá verður maður alltaf að taka svo mörg skref til baka. Ég vil frekar taka mér aðeins lengri tíma og verða alveg 100 prósent."

Kristrún er með brjósksemmd undir beini í lærleggnum en út frá því fann hún fyrir óþægindum í hnénu. „Ég fór í speglun og það var strengur tekinn. Núna erum við að sjá hvort þetta lagist."

„Ég er eitthvað aðeins með á æfingum en ég er ekki í neinni hörku. Ég er ótrúlega spennt fyrir tímabilinu og að snúa aftur út á völlinn, og ég er ótrúlega spennt að sjá hvernig stelpurnar í liðinu munu þróa sinn leik. Við höfum átt erfitt uppdráttar á undirbúningstímabilinu en ég held að við séum með mjög góðan mannskap upp á það að búa til umhverfi sem er gríðarlega skemmtilegt."

Ein af reynsluboltunum í liðinu
Selfossliðið er frekar ungt lið og er Kristrún ein af reynsluboltunum í liðinu. Hún segir það verkefni skemmtilegt.

„Mér finnst við vera að mynda geggjað umhverfi fyrir þessar ungu stelpur í liðinu."

„Mér finnst það mjög skemmtilegt. Mér finnst svakalega gaman að sjá hvað Bjössi (þjálfari liðsins) og allir í teyminu eru að leggja mikið á sig. Það eru allir á sömu blaðsíðu og mér finnst við vera að mynda geggjað umhverfi fyrir þessar ungu stelpur í liðinu. Þetta verkefni og umhverfi er eitthvað sem maður hefði viljað vera partur af þegar maður var yngri. Það er kjörið að vera með þessa blöndu og þetta teymi sem veit nákvæmlega hvað það er að gera."

Selfoss er spáð sjötta sæti í spá Fótbolta.net fyrir tímabilið. Að lokum sagði Kristrún:

„Við erum með ákveðin prinsipp sem við ætlum að fara eftir. Markmiðið er einhversstaðar þarna en við þurfum ekki að setja það niður á blað til að vita að hverju við erum að stefna að. Við viljum þróa okkur sem lið. Við erum ekki að horfa á sjötta eða sjöunda sætið, við stefnum hærra en það."

Selfoss hefur leik í Bestu deildinni í næstu viku er liðið mætir ÍBV á Hásteinsvelli.

Með því að smella hérna er hægt að nálgast listasíðu Kristrúnar á Instagram.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 6. sæti
Hin hliðin - Emelía Óskarsdóttir (Selfoss/Kristianstad)
Athugasemdir
banner
banner