Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   mið 10. október 2018 19:11
Hafliði Breiðfjörð
Ási Arnars: Það er ekki hægt að segja nei við þessa menn
Ásmundur Arnarsson þjálfar Fjölni næstu þrjú árin.
Ásmundur Arnarsson þjálfar Fjölni næstu þrjú árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundinum þar sem Ásmundur var kynntur til sögunnar.
Frá fréttamannafundinum þar sem Ásmundur var kynntur til sögunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það má að mörgu leiti segja að ég sé kominn heim," sagði Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarsson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við Fjölni en hann stýrði liðinu líka 2004 - 2011.

„Ég átti hérna frábær sjö ár, frábærar minningar og á þeim tíma náði þetta félag stórum rótum í mínu hjarta."

Ási þjálfaði kvennalið Augnabliks og 2. og 3. flokk kvenna hjá Breiðabliki í fyrra. Hann segir að það hafi verið erfitt að fá hann þaðan en Augnablik vann 2. deildina og hann var valinn þjálfari ársins í deildinni.

„Auðvitað var þetta alltaf pínu spennandi því félagið og ég eigum þessa sögu, en ég var í öðru verkefni sem var að ganga vel og er mér mjög kært hjá Breiðabliki. Ég ætlaði mér alltaf að halda því verkefni áfram því ég var í uppbyggingarstarfi þar með unga og efnilega leikmenn í 2. og 3. flokki og Augnabliki. Þess vegna tók smá tíma að lenda þessu þó þetta hafi alltaf verið heillandi kostur."

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan. Þar er meðal annars rætt við hann um Powerpoint kynningu sem tvíburabræðurnir Geir og Kolbeinn Kristinssynir tóku saman sem seldi honum þá hugmynd að semja við Fjölni eftir að hann hafði hafnað félaginu.

„Þetta var erfið og flókin ákvörðun fyrir mig, niðurstaðan í síðustu viku var að halda áfram í því sem ég var, en það er bara ekki hægt að segja nei við þessa menn! Þeir fengu mig til að koma og kíkja á fund. Þar fóru þeir vel yfir hverjir væruí kringum þetta og hverslags starfsemi væri hérna í gangi. Það var farið vel yfir hlutina og ég var tilbúinn að endurskoða málið og sló til að vel íhuguðu máli. Ég lít á þetta sem gríðarlega spennandi kost," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner