Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mið 10. október 2018 19:11
Hafliði Breiðfjörð
Ási Arnars: Það er ekki hægt að segja nei við þessa menn
Ásmundur Arnarsson þjálfar Fjölni næstu þrjú árin.
Ásmundur Arnarsson þjálfar Fjölni næstu þrjú árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundinum þar sem Ásmundur var kynntur til sögunnar.
Frá fréttamannafundinum þar sem Ásmundur var kynntur til sögunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það má að mörgu leiti segja að ég sé kominn heim," sagði Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarsson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við Fjölni en hann stýrði liðinu líka 2004 - 2011.

„Ég átti hérna frábær sjö ár, frábærar minningar og á þeim tíma náði þetta félag stórum rótum í mínu hjarta."

Ási þjálfaði kvennalið Augnabliks og 2. og 3. flokk kvenna hjá Breiðabliki í fyrra. Hann segir að það hafi verið erfitt að fá hann þaðan en Augnablik vann 2. deildina og hann var valinn þjálfari ársins í deildinni.

„Auðvitað var þetta alltaf pínu spennandi því félagið og ég eigum þessa sögu, en ég var í öðru verkefni sem var að ganga vel og er mér mjög kært hjá Breiðabliki. Ég ætlaði mér alltaf að halda því verkefni áfram því ég var í uppbyggingarstarfi þar með unga og efnilega leikmenn í 2. og 3. flokki og Augnabliki. Þess vegna tók smá tíma að lenda þessu þó þetta hafi alltaf verið heillandi kostur."

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan. Þar er meðal annars rætt við hann um Powerpoint kynningu sem tvíburabræðurnir Geir og Kolbeinn Kristinssynir tóku saman sem seldi honum þá hugmynd að semja við Fjölni eftir að hann hafði hafnað félaginu.

„Þetta var erfið og flókin ákvörðun fyrir mig, niðurstaðan í síðustu viku var að halda áfram í því sem ég var, en það er bara ekki hægt að segja nei við þessa menn! Þeir fengu mig til að koma og kíkja á fund. Þar fóru þeir vel yfir hverjir væruí kringum þetta og hverslags starfsemi væri hérna í gangi. Það var farið vel yfir hlutina og ég var tilbúinn að endurskoða málið og sló til að vel íhuguðu máli. Ég lít á þetta sem gríðarlega spennandi kost," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner