Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   mið 11. maí 2022 22:40
Sverrir Örn Einarsson
Arnór Smára um kröfu á byrjunarliðssæti: Já eins og allir aðrir í Val
Arnór Smárason
Arnór Smárason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila heilt yfir bara mjög góðan leik og bara frábært að skora mikið af mörkum. Það var fín stemming í stúkunni hjá báðum liðum og við erum bara ótrúlega ánægðir með þennan leik.“ Sagði Arnór Smárason leikmaður Vals um sín viðbrögð eftir 4-0 sigur Vals á ÍA á Origovellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍA

4-0 sigur Vals er að stærstum hluta tilkominn vegna frábærs síðari hálfleiks þeirra. Leikurinn framan af fyrri hálfleik var hægur og gekk Valsmönnum oft erfiðlega að finna glufur á þéttri vörn Skagamanna.

„Mér fannst við samt alveg spila ágætlega í fyrri hálfleik. Það var mjög mikilvægt að ná inn þessu marki rétt fyrir hálfleik. Við vitum alveg hvað Skaginn hefur upp á að bjóða, þeir ætluðu ekki að gefa mörg færi á sér og lykilorðið hjá okkur var þolinmæði. Geggjað að fá þetta mark fyrir hálfleik og svo opnuðust allar flóðgáttir í þeim síðari. “

Arnór var að leik sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals í sumar og skilaði góðu dagsverki en hann hafði fyrir leik dagsins komið þvívegis við sögu sem varamaður og skorað tvö mikilvæg mörk af bekknum. Hann gerir væntanlega kröfu um byrjunarliðssæti í næsta leik.

„Já eins og allir aðrir í Val. Við bara höldum áfram að gera vel og maður nýtur þess að spila fótbolta og áfram gakk.“

Sagði Arnór en viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner