Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 11. maí 2022 22:40
Sverrir Örn Einarsson
Arnór Smára um kröfu á byrjunarliðssæti: Já eins og allir aðrir í Val
Arnór Smárason
Arnór Smárason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila heilt yfir bara mjög góðan leik og bara frábært að skora mikið af mörkum. Það var fín stemming í stúkunni hjá báðum liðum og við erum bara ótrúlega ánægðir með þennan leik.“ Sagði Arnór Smárason leikmaður Vals um sín viðbrögð eftir 4-0 sigur Vals á ÍA á Origovellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍA

4-0 sigur Vals er að stærstum hluta tilkominn vegna frábærs síðari hálfleiks þeirra. Leikurinn framan af fyrri hálfleik var hægur og gekk Valsmönnum oft erfiðlega að finna glufur á þéttri vörn Skagamanna.

„Mér fannst við samt alveg spila ágætlega í fyrri hálfleik. Það var mjög mikilvægt að ná inn þessu marki rétt fyrir hálfleik. Við vitum alveg hvað Skaginn hefur upp á að bjóða, þeir ætluðu ekki að gefa mörg færi á sér og lykilorðið hjá okkur var þolinmæði. Geggjað að fá þetta mark fyrir hálfleik og svo opnuðust allar flóðgáttir í þeim síðari. “

Arnór var að leik sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals í sumar og skilaði góðu dagsverki en hann hafði fyrir leik dagsins komið þvívegis við sögu sem varamaður og skorað tvö mikilvæg mörk af bekknum. Hann gerir væntanlega kröfu um byrjunarliðssæti í næsta leik.

„Já eins og allir aðrir í Val. Við bara höldum áfram að gera vel og maður nýtur þess að spila fótbolta og áfram gakk.“

Sagði Arnór en viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner