Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
   mið 11. maí 2022 22:40
Sverrir Örn Einarsson
Arnór Smára um kröfu á byrjunarliðssæti: Já eins og allir aðrir í Val
Arnór Smárason
Arnór Smárason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila heilt yfir bara mjög góðan leik og bara frábært að skora mikið af mörkum. Það var fín stemming í stúkunni hjá báðum liðum og við erum bara ótrúlega ánægðir með þennan leik.“ Sagði Arnór Smárason leikmaður Vals um sín viðbrögð eftir 4-0 sigur Vals á ÍA á Origovellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍA

4-0 sigur Vals er að stærstum hluta tilkominn vegna frábærs síðari hálfleiks þeirra. Leikurinn framan af fyrri hálfleik var hægur og gekk Valsmönnum oft erfiðlega að finna glufur á þéttri vörn Skagamanna.

„Mér fannst við samt alveg spila ágætlega í fyrri hálfleik. Það var mjög mikilvægt að ná inn þessu marki rétt fyrir hálfleik. Við vitum alveg hvað Skaginn hefur upp á að bjóða, þeir ætluðu ekki að gefa mörg færi á sér og lykilorðið hjá okkur var þolinmæði. Geggjað að fá þetta mark fyrir hálfleik og svo opnuðust allar flóðgáttir í þeim síðari. “

Arnór var að leik sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals í sumar og skilaði góðu dagsverki en hann hafði fyrir leik dagsins komið þvívegis við sögu sem varamaður og skorað tvö mikilvæg mörk af bekknum. Hann gerir væntanlega kröfu um byrjunarliðssæti í næsta leik.

„Já eins og allir aðrir í Val. Við bara höldum áfram að gera vel og maður nýtur þess að spila fótbolta og áfram gakk.“

Sagði Arnór en viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner