Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fös 11. ágúst 2023 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Linda var stórkostleg: Tók mig inn í hópinn og hafði tröllatrú á mér
Linda Líf Boama.
Linda Líf Boama.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eiginlega bara ólýsanlegt," sagði Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, eftir 3-1 sigur gegn Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Víkingur varð í kvöld fyrsta Lengjudeildarliðið í sögunni til að vinna þennan bikar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Við lögðum svo mikla vinnu í þetta og við uppskárum vel í dag. Það getur enginn sagt að við eigum þetta ekki skilið."

Víkingar voru í kvöld að mæta toppliði Bestu deildarinnar en þær komu þjóðinni á óvart.

„Bikarinn er bara allt önnur keppni. Liðið sem vildi þetta meira vann í dag."

Linda spilaði ekkert í fyrra vegna meiðsla en hún hefur verið að koma sterk inn í Víkingsliðinu í ár. Hún var einn besti leikmaður vallarins, hún spilaði frábærlega. Linda og Nadía Atladóttir, sem skoraði tvö af mörkum Víkings, voru að vinna mjög vel saman.

„Þegar hún er fyrir framan markið þá skorar hún, þú þarft bara að koma henni í réttu færin. Nadía er geggjaður leikmaður og það er heiður að fá að spila með henni."

Hvernig hefur verið að koma til baka?

„Ég ætlaði að koma til baka og skora 20 mörk, vera leikmaðurinn sem ég var í Lengjudeildinni 2019. Þetta er búið að vera hægt og stígandi, en maður verður bara betri með hverjum leiknum. Ég verð að gera mér grein fyrir því að ég var meidd og það tekur tíma. Við unnum bikarinn og ég er að gera eitthvað rétt. Ég vil þakka John fyrir traustið. Hann tók mig inn í hópinn og hafði tröllatrú á mér, sem hjálpaði mér 100 prósent."

Linda segir að Laugardalurinn hafi verið rauður og svartur í kvöld. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir