Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
   sun 11. ágúst 2024 23:01
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jónatan Ingi: Ef hann hefði tæklað mig væri þetta gult
Jónatan að skora mark í kvöld
Jónatan að skora mark í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjað að fá þrjú stig, ekki nógu gott gegn KA og Fram og því var gott að labba loks útaf vellinum með þrjú stig." Segir Jónatan Ingi Jónsson sem skoraði þrennu í 5-1 sigri Vals gegn HK.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 HK

„Mér fannst við almennilegir allt frá byrjun og keyrðum yfir þá við duttum aðeins niður eftir að við komumst yfir en við vörðumst almennilega og nýttum þau færi sem við fengum."

Jónatan Ingi sótti rautt spjald og víti þegar hann var rifinn niður í teignum af Ívari Erni Jónssyni.

„Það kemur góður bolti og ég tek góða snertingu og kemst fram fyrir manninn. Þegar ég er að fara skjóta togar hann í mig. Ef hann tæklað mig væri þetta gult en hann togar í mig og reynir ekki við boltann og samkvæmt reglunum er þetta bara rautt spjald."

Þetta var annar leikur Vals undir stjórn Túfa sem tók við liðinu á dögunum.

„Hann er flottur þjálfari, ég hef ekki unnið með honum áður en margir í liðinu hafa gert það. Ég er spenntur fyrir komandi tímum. Það eru litlir hlutir sem eru öðruvísi hjá honum en hjá Arnari en það kemur meira með tímanum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner