Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   þri 11. september 2018 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Ingi um Lukaku: Hann er nautsterkur
Icelandair
Sverrir spilaði báða leikina í þessu landsliðsverkefni.
Sverrir spilaði báða leikina í þessu landsliðsverkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lukaku fagnar marki.
Lukaku fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörninni þegar Ísland tapaði 3-0 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  3 Belgía

Sverrir spilaði allan leiktímann í báðum leikjunum í þessu landsliðsverkefni. Fyrst í 6-0 tapi gegn Sviss og í kvöld gegn Belgíu. Líklega ekki skemmtilegustu landsleikir sem hann hefur spilað.

„Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardaginn. Það hvernig leikurinn fór á laugardaginn, það var ekki ásættanlegt. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið, sýna anda og rétt viðhorf. Mér fannst það takast upp," sagði Sverrir eftir leik.

„Þeir náðu inn tveimur mörkum á stuttum tíma. Það drap leikinn svolítið, en munurinn á því frá laugardeginum er sá að við hengdum ekki haus."

„Við vorum að leita eftir þriðja markinu til að opna leikinn en því miður náðum við því ekki. Þeir náðu inn marki í restina sem drepur leikinn algjörlega."

Belgía er í öðru sæti á heimslistanum, bronsliðið frá HM í sumar.

„Belgía er lið í heimsklassa, eru með leikmenn í bestu félagsliðum í heimi. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna svona lið. Við eigum inni sterka pósta og lykilmenn, en það eru fullt af leikmönnum sem koma inn í dag og gera vel."

„Það er nýr þjálfari hjá okkur og þetta mun taka tíma, við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki fram að undankeppni til að ná inn reynslu og vera sem best undirbúnir."

Lukaku fiskaði vítaspyrnu og skoraði tvö
Sverrir lenti í basli með Romelu Lukaku, framherja Manchester United, í kvöld. Fyrsta mark Belga kom úr vítaspyrnu eftir að Sverrir hafði brotið á Lukaku.

„Það er mjög erfitt að eiga við Lukaku á stóru svæði, einn á einn. Hann er nautsterkur. Ég veit ekki hvort þetta var vítaspyrna," sagði Sverrir að lokum.

Lukaku var frábær í leiknum en auk þess að fiska vítaspyrnuna þá skoraði hann tvö mörk.

Viðtalið við Sverri er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner