Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 11. október 2019 21:56
Baldvin Már Borgarsson
Arnór Sig: Ég er að þroskast
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson var að vonum svekktur með 1-0 tap gegn Frökkum fyrr í kvöld. Frakkar voru í vandræðum með að brjóta vörn Íslands á bak aftur þangað til að Ari Freyr fékk dæmda á sig klaufalega vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

Þú hlýtur að vera svekktur eftir þetta tap?

„Já við erum öll sammála um það að þetta er gríðarlega svekkjandi að fá svona víti í andlitið og 1-0 þar sem við vorum búnir að vera þéttir og þeir voru varla búnir að opna okkur.''

Fannst þér þetta vera víti?

„Við erum búnir að skoða þetta aðeins og þetta er mjög soft, hann sparkar aðeins í höndina á honum en Griezmann hendir sér í jörðina tveimur metrum eftir það, þetta er svona svolítið svekkjandi.''

Áttu von á því að þú farir að fá stærra hlutverk í landsliðinu?

„Já ég er að þroskast bæði sem leikmaður og manneskja, ég bara tek því hlutverki sem mér er úthlutað og ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég geri vel og laga það sem ég þarf að laga.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Arnór meðal annars uppleggið í leiknum og hvernig það er að spila gegn stærstu stjörnum heimsins.
Athugasemdir
banner