Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fös 12. júní 2020 10:27
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Erfitt að velja liðið en ég þarf á öllum að halda
Heimir Guðjónsson spjallar við Orra Sigurð Ómarsson.
Heimir Guðjónsson spjallar við Orra Sigurð Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tom
„Þetta er fín áskorun í byrjun móts, á laugardagskvöld klukkan átta. Það verður stemning og við stefnum á að byrja vel," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net.

Opnunarleikur Pepsi Max-deildar karla fer fram annað kvöld þegar Valur tekur á móti KR á Hlíðarenda. Þessum liðum er spáð tveimur efstu sætum deildarinnar.

„Mér lýst vel á sumarið. Við höfum æft vel eftir að við máttum vera með allan hópinn saman. Við höfum spilað æfingaleiki, sumir hafa verið góðir en aðrir ekki eins góðir. Það er bara jákvætt, þá sjáum við hvað við megum laga. Það tók menn smá tíma að komast í takt eftir svona langa pásu. Það hafa verið framfarir og við erum bjartsýnir," segir Heimir.

Talað hefur verið um að Valur sé í leit að sóknarmanni, varaskeifu fyrir Patrick Pedersen í fremstu víglínu. Miðað við orð Heimis virðist enginn á leið á Hlíðarenda.

„Þetta er sá hópur sem við förum með inn í mótið og er sá hópur sem við treystum, Leikmannahópurinn er góður og fullt af fínum fótboltamönnum."

Breiddin í Valsliðinu er mikil. Er ekki erfitt að velja byrjunarliðið?

„Það er alltaf erfitt. Ellefu geta spilað en mótið er langt og það verður spilað þétt. Ég met stöðuna þannig að við þurfum á öllum að halda áður en yfir lýkur," segir Heimir Guðjónsson.

Í spilaranum hér að neðan má hlusta á ítarlegt viðtal við Heimi úr útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum.

1. umferð Pepsi Max

laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)

sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
Heimir Guðjóns í ítarlegu viðtali um fótboltasumarið
Athugasemdir
banner