Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 12. júní 2020 10:27
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Erfitt að velja liðið en ég þarf á öllum að halda
Heimir Guðjónsson spjallar við Orra Sigurð Ómarsson.
Heimir Guðjónsson spjallar við Orra Sigurð Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tom
„Þetta er fín áskorun í byrjun móts, á laugardagskvöld klukkan átta. Það verður stemning og við stefnum á að byrja vel," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net.

Opnunarleikur Pepsi Max-deildar karla fer fram annað kvöld þegar Valur tekur á móti KR á Hlíðarenda. Þessum liðum er spáð tveimur efstu sætum deildarinnar.

„Mér lýst vel á sumarið. Við höfum æft vel eftir að við máttum vera með allan hópinn saman. Við höfum spilað æfingaleiki, sumir hafa verið góðir en aðrir ekki eins góðir. Það er bara jákvætt, þá sjáum við hvað við megum laga. Það tók menn smá tíma að komast í takt eftir svona langa pásu. Það hafa verið framfarir og við erum bjartsýnir," segir Heimir.

Talað hefur verið um að Valur sé í leit að sóknarmanni, varaskeifu fyrir Patrick Pedersen í fremstu víglínu. Miðað við orð Heimis virðist enginn á leið á Hlíðarenda.

„Þetta er sá hópur sem við förum með inn í mótið og er sá hópur sem við treystum, Leikmannahópurinn er góður og fullt af fínum fótboltamönnum."

Breiddin í Valsliðinu er mikil. Er ekki erfitt að velja byrjunarliðið?

„Það er alltaf erfitt. Ellefu geta spilað en mótið er langt og það verður spilað þétt. Ég met stöðuna þannig að við þurfum á öllum að halda áður en yfir lýkur," segir Heimir Guðjónsson.

Í spilaranum hér að neðan má hlusta á ítarlegt viðtal við Heimi úr útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum.

1. umferð Pepsi Max

laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)

sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
Heimir Guðjóns í ítarlegu viðtali um fótboltasumarið
Athugasemdir
banner
banner