Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 12. júní 2020 10:27
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Erfitt að velja liðið en ég þarf á öllum að halda
Heimir Guðjónsson spjallar við Orra Sigurð Ómarsson.
Heimir Guðjónsson spjallar við Orra Sigurð Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tom
„Þetta er fín áskorun í byrjun móts, á laugardagskvöld klukkan átta. Það verður stemning og við stefnum á að byrja vel," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net.

Opnunarleikur Pepsi Max-deildar karla fer fram annað kvöld þegar Valur tekur á móti KR á Hlíðarenda. Þessum liðum er spáð tveimur efstu sætum deildarinnar.

„Mér lýst vel á sumarið. Við höfum æft vel eftir að við máttum vera með allan hópinn saman. Við höfum spilað æfingaleiki, sumir hafa verið góðir en aðrir ekki eins góðir. Það er bara jákvætt, þá sjáum við hvað við megum laga. Það tók menn smá tíma að komast í takt eftir svona langa pásu. Það hafa verið framfarir og við erum bjartsýnir," segir Heimir.

Talað hefur verið um að Valur sé í leit að sóknarmanni, varaskeifu fyrir Patrick Pedersen í fremstu víglínu. Miðað við orð Heimis virðist enginn á leið á Hlíðarenda.

„Þetta er sá hópur sem við förum með inn í mótið og er sá hópur sem við treystum, Leikmannahópurinn er góður og fullt af fínum fótboltamönnum."

Breiddin í Valsliðinu er mikil. Er ekki erfitt að velja byrjunarliðið?

„Það er alltaf erfitt. Ellefu geta spilað en mótið er langt og það verður spilað þétt. Ég met stöðuna þannig að við þurfum á öllum að halda áður en yfir lýkur," segir Heimir Guðjónsson.

Í spilaranum hér að neðan má hlusta á ítarlegt viðtal við Heimi úr útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum.

1. umferð Pepsi Max

laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)

sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
Heimir Guðjóns í ítarlegu viðtali um fótboltasumarið
Athugasemdir
banner
banner