Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 12. júní 2020 10:27
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Erfitt að velja liðið en ég þarf á öllum að halda
Heimir Guðjónsson spjallar við Orra Sigurð Ómarsson.
Heimir Guðjónsson spjallar við Orra Sigurð Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tom
„Þetta er fín áskorun í byrjun móts, á laugardagskvöld klukkan átta. Það verður stemning og við stefnum á að byrja vel," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net.

Opnunarleikur Pepsi Max-deildar karla fer fram annað kvöld þegar Valur tekur á móti KR á Hlíðarenda. Þessum liðum er spáð tveimur efstu sætum deildarinnar.

„Mér lýst vel á sumarið. Við höfum æft vel eftir að við máttum vera með allan hópinn saman. Við höfum spilað æfingaleiki, sumir hafa verið góðir en aðrir ekki eins góðir. Það er bara jákvætt, þá sjáum við hvað við megum laga. Það tók menn smá tíma að komast í takt eftir svona langa pásu. Það hafa verið framfarir og við erum bjartsýnir," segir Heimir.

Talað hefur verið um að Valur sé í leit að sóknarmanni, varaskeifu fyrir Patrick Pedersen í fremstu víglínu. Miðað við orð Heimis virðist enginn á leið á Hlíðarenda.

„Þetta er sá hópur sem við förum með inn í mótið og er sá hópur sem við treystum, Leikmannahópurinn er góður og fullt af fínum fótboltamönnum."

Breiddin í Valsliðinu er mikil. Er ekki erfitt að velja byrjunarliðið?

„Það er alltaf erfitt. Ellefu geta spilað en mótið er langt og það verður spilað þétt. Ég met stöðuna þannig að við þurfum á öllum að halda áður en yfir lýkur," segir Heimir Guðjónsson.

Í spilaranum hér að neðan má hlusta á ítarlegt viðtal við Heimi úr útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum.

1. umferð Pepsi Max

laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)

sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
Heimir Guðjóns í ítarlegu viðtali um fótboltasumarið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner