Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fös 12. júní 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Pálmi Rafn: Gott spark í rassgatið fyrir okkur
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, er ánægður með bætinguna á leik liðsins í 1-0 sigrinum á Víkingi R. í Meistarakeppni KSÍ um síðustu helgi.

KR hafði tapaði 3-0 gegn Stjörnunni og gert 1-1 jafntefli við Keflavík í æfingaleikjum þar á undan.

„Við vorum ekki mjög sannfærandi í þessum tveimur æfingaleikjum en við náðum að sýna eitthvað af því sem við vorum með í fyrra á móti Víkingi. Það var gott. Þetta er búið að vera á uppleið. Þetta hefur verið stórfurðulegt undirbúningstímabil en þetta er allt að koma," sagði Pálmi Rafn.

„Við vorum varla með í þessum æfingaleikjum og það var gott spark í rassgatið fyrir okkur. Við mættum virkilega öflugir í Víkings leikinn. Við vissum að við værum að mæta liði sem hefur tekið miklum framförum undir stjórn Adda. Það var klárt mál að ef við ætluðum að vinna þennan titil sem væri í boði þá þyrftum við að gefa miklu meira í þann leik."

Íslandsmeistararnir mæta Val í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar klukkan 20:00 á Origo-vellinum annað kvöld.

„Þetta er stórleikur og gaman að byrja deildina svona. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu," sagði Pálmi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

1. umferð Pepsi Max

laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)

sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir