Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   fös 12. júní 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Pálmi Rafn: Gott spark í rassgatið fyrir okkur
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, er ánægður með bætinguna á leik liðsins í 1-0 sigrinum á Víkingi R. í Meistarakeppni KSÍ um síðustu helgi.

KR hafði tapaði 3-0 gegn Stjörnunni og gert 1-1 jafntefli við Keflavík í æfingaleikjum þar á undan.

„Við vorum ekki mjög sannfærandi í þessum tveimur æfingaleikjum en við náðum að sýna eitthvað af því sem við vorum með í fyrra á móti Víkingi. Það var gott. Þetta er búið að vera á uppleið. Þetta hefur verið stórfurðulegt undirbúningstímabil en þetta er allt að koma," sagði Pálmi Rafn.

„Við vorum varla með í þessum æfingaleikjum og það var gott spark í rassgatið fyrir okkur. Við mættum virkilega öflugir í Víkings leikinn. Við vissum að við værum að mæta liði sem hefur tekið miklum framförum undir stjórn Adda. Það var klárt mál að ef við ætluðum að vinna þennan titil sem væri í boði þá þyrftum við að gefa miklu meira í þann leik."

Íslandsmeistararnir mæta Val í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar klukkan 20:00 á Origo-vellinum annað kvöld.

„Þetta er stórleikur og gaman að byrja deildina svona. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu," sagði Pálmi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

1. umferð Pepsi Max

laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)

sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner