Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 12. júní 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Pálmi Rafn: Gott spark í rassgatið fyrir okkur
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, er ánægður með bætinguna á leik liðsins í 1-0 sigrinum á Víkingi R. í Meistarakeppni KSÍ um síðustu helgi.

KR hafði tapaði 3-0 gegn Stjörnunni og gert 1-1 jafntefli við Keflavík í æfingaleikjum þar á undan.

„Við vorum ekki mjög sannfærandi í þessum tveimur æfingaleikjum en við náðum að sýna eitthvað af því sem við vorum með í fyrra á móti Víkingi. Það var gott. Þetta er búið að vera á uppleið. Þetta hefur verið stórfurðulegt undirbúningstímabil en þetta er allt að koma," sagði Pálmi Rafn.

„Við vorum varla með í þessum æfingaleikjum og það var gott spark í rassgatið fyrir okkur. Við mættum virkilega öflugir í Víkings leikinn. Við vissum að við værum að mæta liði sem hefur tekið miklum framförum undir stjórn Adda. Það var klárt mál að ef við ætluðum að vinna þennan titil sem væri í boði þá þyrftum við að gefa miklu meira í þann leik."

Íslandsmeistararnir mæta Val í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar klukkan 20:00 á Origo-vellinum annað kvöld.

„Þetta er stórleikur og gaman að byrja deildina svona. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu," sagði Pálmi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

1. umferð Pepsi Max

laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)

sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner