Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   fös 12. júní 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Pálmi Rafn: Gott spark í rassgatið fyrir okkur
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, er ánægður með bætinguna á leik liðsins í 1-0 sigrinum á Víkingi R. í Meistarakeppni KSÍ um síðustu helgi.

KR hafði tapaði 3-0 gegn Stjörnunni og gert 1-1 jafntefli við Keflavík í æfingaleikjum þar á undan.

„Við vorum ekki mjög sannfærandi í þessum tveimur æfingaleikjum en við náðum að sýna eitthvað af því sem við vorum með í fyrra á móti Víkingi. Það var gott. Þetta er búið að vera á uppleið. Þetta hefur verið stórfurðulegt undirbúningstímabil en þetta er allt að koma," sagði Pálmi Rafn.

„Við vorum varla með í þessum æfingaleikjum og það var gott spark í rassgatið fyrir okkur. Við mættum virkilega öflugir í Víkings leikinn. Við vissum að við værum að mæta liði sem hefur tekið miklum framförum undir stjórn Adda. Það var klárt mál að ef við ætluðum að vinna þennan titil sem væri í boði þá þyrftum við að gefa miklu meira í þann leik."

Íslandsmeistararnir mæta Val í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar klukkan 20:00 á Origo-vellinum annað kvöld.

„Þetta er stórleikur og gaman að byrja deildina svona. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu," sagði Pálmi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

1. umferð Pepsi Max

laugardagur 13. júní
20:00 Valur-KR (Origo völlurinn)

sunnudagur 14. júní
15:45 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
18:00 HK-FH (Kórinn)
20:15 Breiðablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

mánudagur 15. júní
18:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner