Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 12. júlí 2020 23:22
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Mega alveg eiga einn 'off' dag á skrifstofunni
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur frá Reykjavík sótti HK heim í Kórinn fyrr í kvöld og vann 0-2 í mjög bragðdaufum leik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með sigurinn í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Víkingur R.

„Ég er mjög ánægður með þrjú stigin, þetta var hrikalega erfiður leikur. Við vorum langt frá okkar besta og HK menn mjög sprækir og áttu svo sannarlega eitthvað skilið úr leiknum í dag en svona er fótboltinn stundum."

„Við höfum átt mun betri leiki en þennan og ekki fengið neitt út úr þeim leikjum. Þetta var fyrst og fremst lélegur leikur að okkar hálfu en mjög falleg 3 stig, vonandi gefur þetta okkur „byr undir báða vængi" fyrir framtíðina og næstu leiki."

Víkingarnir voru ekki upp á sitt besta og voru þeir mjög daprir í kvöld.

„Við vorum bara að stöggla frá byrjun, náðum engu flæði í okkar leik, touchið var lélegt og unnum enga seinni bolta og vorum bara flatir en sýndum karakter."

„Markið kemur upp úr engu, þetta var aukaspyrna langt utan af kanti og boltinn einhverneigin siglir inn en stundum færðu heppnina til liðs við þig og þá verður bara að nýta þér hana. HK herjaði á okkur allan leikinn en ég man ekki eftir þannig séð færi hjá þeim."

Arnar var spurður hvort það væri ekki gríðarlegur styrkur að vinna þrátt fyrir að eiga svona slakan leik.

„Þegar við erum án þessa sterku pósta þá vantar okkur bara kjöt, við erum unga leikmenn inn á miðjunni sem eru frábærir í fótbolta en þeir verða líka að átta sig á að það er ekki nóg, menn verða líka að vinna seinni boltana og skítavinnuna."

Leikurinn var mjög bragðdaufur og áhorfendur fengu ekki mikið fyrir peninginn í kvöld. Varla var uppleggið að svæfa áhorfendur?

„Nei klárlega ekki, þetta var flatur leikur. Þetta er búið að vera svakaleg törn. Það verður líka að gefa leikmönnum það, menn eru búnir að spila 3 leiki á hverri einustu viku og við nánast með sama byrjunarliðið en núna fáum við viku frí og ég lofa að við verðum ferskari í næsta leik."

„Menn mega alveg eiga einn off dag á skrifstofunni en þá þarf bara að vinna iðnaðarsigur og leita djúpt inni til að sækja þann sigur sem mér fannst við gera."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner