Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   sun 12. júlí 2020 23:22
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Mega alveg eiga einn 'off' dag á skrifstofunni
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur frá Reykjavík sótti HK heim í Kórinn fyrr í kvöld og vann 0-2 í mjög bragðdaufum leik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með sigurinn í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Víkingur R.

„Ég er mjög ánægður með þrjú stigin, þetta var hrikalega erfiður leikur. Við vorum langt frá okkar besta og HK menn mjög sprækir og áttu svo sannarlega eitthvað skilið úr leiknum í dag en svona er fótboltinn stundum."

„Við höfum átt mun betri leiki en þennan og ekki fengið neitt út úr þeim leikjum. Þetta var fyrst og fremst lélegur leikur að okkar hálfu en mjög falleg 3 stig, vonandi gefur þetta okkur „byr undir báða vængi" fyrir framtíðina og næstu leiki."

Víkingarnir voru ekki upp á sitt besta og voru þeir mjög daprir í kvöld.

„Við vorum bara að stöggla frá byrjun, náðum engu flæði í okkar leik, touchið var lélegt og unnum enga seinni bolta og vorum bara flatir en sýndum karakter."

„Markið kemur upp úr engu, þetta var aukaspyrna langt utan af kanti og boltinn einhverneigin siglir inn en stundum færðu heppnina til liðs við þig og þá verður bara að nýta þér hana. HK herjaði á okkur allan leikinn en ég man ekki eftir þannig séð færi hjá þeim."

Arnar var spurður hvort það væri ekki gríðarlegur styrkur að vinna þrátt fyrir að eiga svona slakan leik.

„Þegar við erum án þessa sterku pósta þá vantar okkur bara kjöt, við erum unga leikmenn inn á miðjunni sem eru frábærir í fótbolta en þeir verða líka að átta sig á að það er ekki nóg, menn verða líka að vinna seinni boltana og skítavinnuna."

Leikurinn var mjög bragðdaufur og áhorfendur fengu ekki mikið fyrir peninginn í kvöld. Varla var uppleggið að svæfa áhorfendur?

„Nei klárlega ekki, þetta var flatur leikur. Þetta er búið að vera svakaleg törn. Það verður líka að gefa leikmönnum það, menn eru búnir að spila 3 leiki á hverri einustu viku og við nánast með sama byrjunarliðið en núna fáum við viku frí og ég lofa að við verðum ferskari í næsta leik."

„Menn mega alveg eiga einn off dag á skrifstofunni en þá þarf bara að vinna iðnaðarsigur og leita djúpt inni til að sækja þann sigur sem mér fannst við gera."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner