Fjölnir heimsóttu Njarðvíkinga suður með sjó á Rafholtsvöllinn í Njarðvík þegar 11.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.
Fjölnismenn sátu í 2.sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og freistuðu þess að halda pressu á toppliði Aftureldingar en í kvöld urðu þeir að láta stigið duga.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Fjölnir
„Mér fannst við vera með full tök á þessum leik mestan hluta af leiknum. Þeir taka aðeins yfir þarna leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir eru einum fleirri og mér finnst þetta bara svekkjandi niðurstaða og fannst við eiga skilið meira." Sagði Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði Fjölnis eftir leikinn í kvöld.
Undir lok leiks var alvöru hasar en á rúmum tveimur mínútum tókst Bjarna Gunnarssyni framherja Fjölnis að klúðra víti, skora úr frákastinu, fá tækifæri til að bæta við öðru og svo beint rautt.
„Ég var nú ekki sammála þessu rauða spjaldi. Allavega þar sem ég er þá fannst mér þetta bara vera 50/50 bolti sem að báðir menn eru að reyna við boltann en hann metur þetta svona en það var nú gott að hann hafi náð að skora áður en hann fór útaf."
Njarðvíkingar jöfnuðu leikinn í síðari hálfleik en stuttu seinna fékk þeirra markaskorari rautt spjald og því jafnt í liðum og báðir markaskorararnir farnir útaf með rautt.
„Það er mikill hasar í þessum leik sem er bara gott og skemmtilegt."
Nánar er rætt við Hans Viktor Guðmundsson fyrirliða Fjölnis í spilaranum hér fyrir ofan.
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |






















