Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
   mið 12. júlí 2023 22:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Hans Viktor: Mikill hasar í þessum leik sem er bara gott og skemmtilegt
Lengjudeildin
Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði Fjölnis
Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði Fjölnis
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fjölnir heimsóttu Njarðvíkinga suður með sjó á Rafholtsvöllinn í Njarðvík þegar 11.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Fjölnismenn sátu í 2.sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og freistuðu þess að halda pressu á toppliði Aftureldingar en í kvöld urðu þeir að láta stigið duga.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Fjölnir

„Mér fannst við vera með full tök á þessum leik mestan hluta af leiknum. Þeir taka aðeins yfir þarna leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir eru einum fleirri og mér finnst þetta bara svekkjandi niðurstaða og fannst við eiga skilið meira." Sagði Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði Fjölnis eftir leikinn í kvöld. 

Undir lok leiks var alvöru hasar en á rúmum tveimur mínútum tókst Bjarna Gunnarssyni framherja Fjölnis að klúðra víti, skora úr frákastinu, fá tækifæri til að bæta við öðru og svo beint rautt. 

„Ég var nú ekki sammála þessu rauða spjaldi. Allavega þar sem ég er þá fannst mér þetta bara vera 50/50 bolti sem að báðir menn eru að reyna við boltann en hann metur þetta svona en það var nú gott að hann hafi náð að skora áður en hann fór útaf." 

Njarðvíkingar jöfnuðu leikinn í síðari hálfleik en stuttu seinna fékk þeirra markaskorari rautt spjald og því jafnt í liðum og báðir markaskorararnir farnir útaf með rautt.

„Það er mikill hasar í þessum leik sem er bara gott og skemmtilegt." 

Nánar er rætt við Hans Viktor Guðmundsson fyrirliða Fjölnis í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner