Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   þri 12. september 2023 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Snorri: Þriðji leikurinn í röð sem við erum að klára eftir 90. mínútu
Davíð Snorri Jónasson er þjálfari U21 landsliðsins.
Davíð Snorri Jónasson er þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var geggjað maður, við unnum fyrir þessu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að klára eftir 90. mínútu. Það er mjög sterkt," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, eftir dramatískan sigur gegn Tékklandi í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppnI EM 2025.

Lestu um leikinn: Ísland U21 2 -  1 Tékkland U21

„Við erum búnir að undirbúa okkur í að verða ár. Við reyndum að taka allt það góða með inn. Við ætluðum að gera einföldu hlutina vel, við ætluðum að taka þá vinnu vel og þá værum við með einhverja töfra. Bæði mörkin okkar í dag sýndu að við getum verið 'deadly' ef við spilum eins og Ísland."

Tékklandi jafnaði metin á 87. mínútu en Andri Fannar Baldursson gerði sigurmarkið með flautumarki. Þetta var mikill tilfinningarússíbani.

„Þetta var frábært, maður hefur alltaf trú á meðan leikurinn er í gangi. Tékkneska liðið er mjög gott og þetta verður jafn riðill fram á síðustu sekúndu. Við ætluðum að taka fyrsta skrefið og koma út sem sigurvegarar. Við gerðum það í dag, vel gert."

Hvernig sá hann sigurmarkið?

„Þetta var líka með vinstri. Ég sá þetta mjög vel, þetta var í vinkli við mig. Þetta er frábær tilfinning. Með góðri liðsframmistöðu áttum við þetta skilið. Andri stóð sig vel og allt liðið stóð sig vel. Andri er kominn á nýjan stað og hann kom glaður inn í þetta verkefni og einbeittur, eins og allt liðið. Mér finnst erfitt að taka einhvern út úr þessu. Við þurfum sem lið að spila vel og gera einföldu hlutina vel. Við þurfum að sýna að við erum Ísland í hvert skipti. Þetta var hörku landsleikur hér í dag."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner