Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 12. september 2023 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Snorri: Þriðji leikurinn í röð sem við erum að klára eftir 90. mínútu
Davíð Snorri Jónasson er þjálfari U21 landsliðsins.
Davíð Snorri Jónasson er þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var geggjað maður, við unnum fyrir þessu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að klára eftir 90. mínútu. Það er mjög sterkt," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, eftir dramatískan sigur gegn Tékklandi í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppnI EM 2025.

Lestu um leikinn: Ísland U21 2 -  1 Tékkland U21

„Við erum búnir að undirbúa okkur í að verða ár. Við reyndum að taka allt það góða með inn. Við ætluðum að gera einföldu hlutina vel, við ætluðum að taka þá vinnu vel og þá værum við með einhverja töfra. Bæði mörkin okkar í dag sýndu að við getum verið 'deadly' ef við spilum eins og Ísland."

Tékklandi jafnaði metin á 87. mínútu en Andri Fannar Baldursson gerði sigurmarkið með flautumarki. Þetta var mikill tilfinningarússíbani.

„Þetta var frábært, maður hefur alltaf trú á meðan leikurinn er í gangi. Tékkneska liðið er mjög gott og þetta verður jafn riðill fram á síðustu sekúndu. Við ætluðum að taka fyrsta skrefið og koma út sem sigurvegarar. Við gerðum það í dag, vel gert."

Hvernig sá hann sigurmarkið?

„Þetta var líka með vinstri. Ég sá þetta mjög vel, þetta var í vinkli við mig. Þetta er frábær tilfinning. Með góðri liðsframmistöðu áttum við þetta skilið. Andri stóð sig vel og allt liðið stóð sig vel. Andri er kominn á nýjan stað og hann kom glaður inn í þetta verkefni og einbeittur, eins og allt liðið. Mér finnst erfitt að taka einhvern út úr þessu. Við þurfum sem lið að spila vel og gera einföldu hlutina vel. Við þurfum að sýna að við erum Ísland í hvert skipti. Þetta var hörku landsleikur hér í dag."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner