„Þetta var geggjað maður, við unnum fyrir þessu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að klára eftir 90. mínútu. Það er mjög sterkt," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, eftir dramatískan sigur gegn Tékklandi í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppnI EM 2025.
Lestu um leikinn: Ísland U21 2 - 1 Tékkland U21
„Við erum búnir að undirbúa okkur í að verða ár. Við reyndum að taka allt það góða með inn. Við ætluðum að gera einföldu hlutina vel, við ætluðum að taka þá vinnu vel og þá værum við með einhverja töfra. Bæði mörkin okkar í dag sýndu að við getum verið 'deadly' ef við spilum eins og Ísland."
Tékklandi jafnaði metin á 87. mínútu en Andri Fannar Baldursson gerði sigurmarkið með flautumarki. Þetta var mikill tilfinningarússíbani.
„Þetta var frábært, maður hefur alltaf trú á meðan leikurinn er í gangi. Tékkneska liðið er mjög gott og þetta verður jafn riðill fram á síðustu sekúndu. Við ætluðum að taka fyrsta skrefið og koma út sem sigurvegarar. Við gerðum það í dag, vel gert."
Hvernig sá hann sigurmarkið?
„Þetta var líka með vinstri. Ég sá þetta mjög vel, þetta var í vinkli við mig. Þetta er frábær tilfinning. Með góðri liðsframmistöðu áttum við þetta skilið. Andri stóð sig vel og allt liðið stóð sig vel. Andri er kominn á nýjan stað og hann kom glaður inn í þetta verkefni og einbeittur, eins og allt liðið. Mér finnst erfitt að taka einhvern út úr þessu. Við þurfum sem lið að spila vel og gera einföldu hlutina vel. Við þurfum að sýna að við erum Ísland í hvert skipti. Þetta var hörku landsleikur hér í dag."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir