Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   fim 13. maí 2021 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti Villa: Ég vona bara að það sé í lagi með ÍA strákana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ótrúlegt eiginlega, ég hef sjaldan lent í öðru eins," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, eftir 5-1 sigur gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Þetta var furðulegur leikur. Það var mikil og stór pása í byrjun seinni hálfleiks vegna meiðsla Sindra Snæs Magnússonar. ÍA endaði svo leikinn með níu menn inn á og útileikmann í markinu.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

„Ég vona bara helst að það sé í lagi með ÍA strákana, þetta leit ekki vel út."

FH er komið á toppinn í deildinni á markatölu. „Leikirnir koma þétt núna og við verðum strax að hugsa um næsta leik. Það verður mjög erfitt að fara í Kórinn og spila við HK. Við erum hæstánægðir með sigurinn í dag."

FH hefur spilað fleiri mínútur á þessu tímabili 11 á móti tíu heldur en tíu á móti tíu. Andstæðingar þeirra enda alltaf á því að fá rautt spjald.

„Þetta er fín sóknaræfing hjá okkur - að drilla liðið 11 gegn tíu - en það verður ekki alltaf svoleiðis í sumar. Við þurfum að geta opnað liðin líka 11 á móti 11."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner