banner
   mán 13. september 2021 17:15
Fótbolti.net
Bestur í 21. umferð - Þakklátur fyrir að hafa farið til Eyja
Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
Lengjudeildin
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn eru komnir upp í efstu deild að nýju en liðið tryggði sér annað sæti Lengjudeildarinnar með 3-2 sigri gegn Þrótti um helgina.

ÍBV náði því markmiði sínu og verður í deild þeirra bestu á næsta ári. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eitt af mörkum Eyjmanna um helgina og hann er leikmaður umferðarinnar.

Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, fór til Vestmannaeyja og fjallaði um leikinn. Hann ræddi við Guðjón eftir leik.

Sjá einnig:
Úrvalslið 21. umferðar

„Ótrúlega stoltur af þessu og bara þakklátur að hafa farið hingað. Geggjaður klúbbur og auðvitað eigum við ekkert að vera í þessari deild og vonandi á að mæta í deild þeirra bestu með stæl á næsta ári," sagði Guðjón.

Guðjón sem fæddur er árið 1987 gekk til liðs við ÍBV fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með liðum eins og Breiðabliki, Stjörnunni og Val undanfarin ár. Ætlar hann að taka slaginn með ÍBV að ári?

„Ég er bara í toppmálum. Það er ekki eins og ég sé búinn að missa einhvern hraða ég er búinn að vera nákvæmlega eins síðan ég var sautján ára og finn engan mun á mér sem að sést á hlaupatölum og öllu."

Sætinu í efstu deild var fagnað vel að sið Eyjamanna um helgina en viðtalið við Guðjón má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að neðan.

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
20. umferð: Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
19. umferð: Loic Ondo (Kórdrengir)
18. umferð: Júlí Karlsson (Grótta)
17. umferð: Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
16. umferð: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
15. umferð: Aron Þórður Albertsson (Fram)
14. umferð: Róbert Hauksson (Þróttur)
13. umferð: Sito (ÍBV)
12. umferð: Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
11. umferð: Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
10. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
9. umferð: Kairo Edwards-John (Þróttur)
8. umferð: Alvaro Montejo (Þór)
7. umferð: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
6. umferð: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Guðjón Pétur: Er búinn að vera nákvæmlega eins síðan ég var sautján
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner