Ingi Rafn Ingibergsson var fyrirliði Selfyssinga í dag í fjarveru Stefáns Ragnars sem eignaðist tvíbura á dögunum. Eftir leiki dagsins er það ljóst að Selfyssingar eru fallnir í 2. deild og í henni næsta sumar.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 3 ÍA
„Það sást alveg að það er ekkert mikið á milli, við erum að spila ágætist sóknarbolta þó að við séum frekar "direct" núna og erum ekki mikið að halda honum. Við áttum alveg 2-3 sénsa en þegar við erum ekki nógu einbeittir þá þarf ekkert mikið til að fá á sig mörk."
Selfyssingar misstu tvo leikmenn af velli í síðari hálfleik en þeir efldust við það.
„Betri og ekki betri. Við erum auðvitað bara að reyna að sækja mark en fáum á okkur mark í bakið."
Selfyssingar fara í lokaleikinn gegn Njarðvík og hafa að engu að keppa í þeim leik.
„Ég vona bara að við gerum það besta úr þessu, sjá hvað gerist, hverjir verða áfram og hverjir ætla að taka slaginn og koma þessu liði upp aftur. Við gefum Njarðvík alltaf leik, það er alveg 100%."
Viðtalið við Inga má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir