,,Þetta var bara það sem við þurftum að gera, við þurftum að vita hvernig staðan var í hinum leiknum en það færðist ró yfir þegar við vissum hvernig staðan í þeim leik var. Við fórum að spila aðeins betur og vorum stressaðir í byrjun. En við fengum mark og strax mark á okkur en gerðum það sem við þurftum að gera í rauninni," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 1-1 jafntefli við Noreg í kvöld.
Úrslitin urðu nóg til þess að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppni HM 2014. ,,,,Ég er stoltur af því að vera fyrirliði og leiða þetta lið út með leikmenn á borð við Gylfa og Eið Smára. Að fá að vera hluti af þessu er snilld," sagði Aron Einar.
,,Þetta hefur alltaf verið þannig síðan við vorum í U21 árs landsliðinu að við viljum allir vinna og vinna fyrir hvorn annan og það skilar sér í þessu."
Ekki er ljóst fyrr en á mánudag hverjum Ísland mætir í umspilinu en Aron Einar ætlar sér í gegnum það verkefni og hlakkar til að sjá ritstjóra Fótbolta.net á þveng á ströndinni í Ríó.
,,Við verðum að njóta augnabliksins og einbeita okkur svoa ð því þegar við vitum hvaða lið við eigum fyrir höndum. Þetta verða allt erfiðir leikir sov það er enginn óskamótherji. Verðum við ekki að klára það, langar ykkur ekki með okkur til Brasilíu. Ég sé þig á þveng á ströndinni í Ríó."
Athugasemdir





















