
“Þetta byrjaði erfiðlega við lentum undir og fyrsti alvöru leikur tímabilsins alltaf erfiður.” sagði Luis Alberto Diez Ocerin leikmaður Víkings Ólafsvíkur en liðið vann Úlfana í Ólafsvík í dag 7-1 og er liðið komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikar karla.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 7 - 1 Úlfarnir
“Við erum bara að einblína á að vinna fyrsta leik gegn Víði og síðan hvern einasta leik, reyna vinna alla leiki”.
Luis Alberto Diez Ocerin segist líka vel við að vera hérna á Íslandi.
„Frábært að vera hérna, allir vinalegir og gott að vera hér og elska þetta land"
Nú er Ísland frekar kalt land, hvernig líkar þér að spila hérna í þessum aðstæðum. Er það ekki öðruvísi en þú ert vanur?
“Já það er öðruvísi, ég myndi frekar vilja spila í 25 gráðum en ég elska þetta land og er mjög glaður. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer aftur í sama lið, ég elska þetta land og elska þetta fólk.”
Luis Alberto Diez Ocerin ásamt tveimur öðrum Spánverjum er í liði Víkinga frá Ólafsvík og var Luis spurður hvernig þá að vera hérna á Íslandi að spila fótbolta.
“Við erum eins og fjölskylda hérna því við búum saman og á morgnanna förum við í vinnuna og seinnipartinn æfum við með liðinu og þetta er okkar dagur hér”