Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mán 17. september 2018 20:33
Mist Rúnarsdóttir
Alexandra: Sýndum úr hverju við erum gerðar
Kvenaboltinn
Alexandra skoraði tvö í kvöld og er tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Breiðablik
Alexandra skoraði tvö í kvöld og er tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum allar bara mjög rólegar og ég held við höfum farið inn í leikinn eins og hvern annan leik. Við erum ósigraðar á heimavelli og við ætluðum ekkert að breyta því í dag,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari, þegar Fótbolti.net spurði hana hvernig hefði verið að nálgast svona mikilvægan leik. Með sigri á Selfoss varð Breiðablik Íslandsmeistari og vinnur því tvöfalt í sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Við fáum markið á okkur þarna í fyrri hálfleik en síðan sýnum við úr hverju við erum gerðar og klárum þetta í seinni hálfleik,“ sagði Alexandra en Blikar lentu undir í leiknum og áttu í vandræðum í fyrri hálfleik. Þær komust svo yfir á stuttum kafla í síðari hálfleik og Alexandra skoraði tvennu annan leikinn í röð.

„Ég hef nú aldrei verið mikill markaskorari en það er bara gaman að skora,“ sagði Alexandra hógvær.

Alexandra skipti yfir í Breiðablik í haust eftir að hafa leikið með Haukum í Pepsi-deildinni í fyrra. Haukar voru í harðri botnbaráttu allt síðasta tímabil og féllu úr deildinni en Alexandra er nú orðinn tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Blikum.

„Ég sé alls ekki eftir að hafa skipt og sé heldur ekkert eftir því að hafa verið í Haukum í fyrra. Það var svaka reynsla að vera þar og þurfa að spila vörn allt tímabilið. Hér er ég í öðruvísi hlutverki. Við erum miklu meira með boltann,“ sagði miðjumaðurinn öflugi en hún ætlar sér að spila áfram með Blikum á næsta ári.

„Það er planið að vera hér á næsta tímibili líka.“

Nánar er rætt við Alexöndru í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner