Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mán 17. september 2018 20:33
Mist Rúnarsdóttir
Alexandra: Sýndum úr hverju við erum gerðar
Kvenaboltinn
Alexandra skoraði tvö í kvöld og er tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Breiðablik
Alexandra skoraði tvö í kvöld og er tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum allar bara mjög rólegar og ég held við höfum farið inn í leikinn eins og hvern annan leik. Við erum ósigraðar á heimavelli og við ætluðum ekkert að breyta því í dag,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari, þegar Fótbolti.net spurði hana hvernig hefði verið að nálgast svona mikilvægan leik. Með sigri á Selfoss varð Breiðablik Íslandsmeistari og vinnur því tvöfalt í sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Við fáum markið á okkur þarna í fyrri hálfleik en síðan sýnum við úr hverju við erum gerðar og klárum þetta í seinni hálfleik,“ sagði Alexandra en Blikar lentu undir í leiknum og áttu í vandræðum í fyrri hálfleik. Þær komust svo yfir á stuttum kafla í síðari hálfleik og Alexandra skoraði tvennu annan leikinn í röð.

„Ég hef nú aldrei verið mikill markaskorari en það er bara gaman að skora,“ sagði Alexandra hógvær.

Alexandra skipti yfir í Breiðablik í haust eftir að hafa leikið með Haukum í Pepsi-deildinni í fyrra. Haukar voru í harðri botnbaráttu allt síðasta tímabil og féllu úr deildinni en Alexandra er nú orðinn tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Blikum.

„Ég sé alls ekki eftir að hafa skipt og sé heldur ekkert eftir því að hafa verið í Haukum í fyrra. Það var svaka reynsla að vera þar og þurfa að spila vörn allt tímabilið. Hér er ég í öðruvísi hlutverki. Við erum miklu meira með boltann,“ sagði miðjumaðurinn öflugi en hún ætlar sér að spila áfram með Blikum á næsta ári.

„Það er planið að vera hér á næsta tímibili líka.“

Nánar er rætt við Alexöndru í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner