Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   mán 17. september 2018 20:33
Mist Rúnarsdóttir
Alexandra: Sýndum úr hverju við erum gerðar
Alexandra skoraði tvö í kvöld og er tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Breiðablik
Alexandra skoraði tvö í kvöld og er tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum allar bara mjög rólegar og ég held við höfum farið inn í leikinn eins og hvern annan leik. Við erum ósigraðar á heimavelli og við ætluðum ekkert að breyta því í dag,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari, þegar Fótbolti.net spurði hana hvernig hefði verið að nálgast svona mikilvægan leik. Með sigri á Selfoss varð Breiðablik Íslandsmeistari og vinnur því tvöfalt í sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Við fáum markið á okkur þarna í fyrri hálfleik en síðan sýnum við úr hverju við erum gerðar og klárum þetta í seinni hálfleik,“ sagði Alexandra en Blikar lentu undir í leiknum og áttu í vandræðum í fyrri hálfleik. Þær komust svo yfir á stuttum kafla í síðari hálfleik og Alexandra skoraði tvennu annan leikinn í röð.

„Ég hef nú aldrei verið mikill markaskorari en það er bara gaman að skora,“ sagði Alexandra hógvær.

Alexandra skipti yfir í Breiðablik í haust eftir að hafa leikið með Haukum í Pepsi-deildinni í fyrra. Haukar voru í harðri botnbaráttu allt síðasta tímabil og féllu úr deildinni en Alexandra er nú orðinn tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Blikum.

„Ég sé alls ekki eftir að hafa skipt og sé heldur ekkert eftir því að hafa verið í Haukum í fyrra. Það var svaka reynsla að vera þar og þurfa að spila vörn allt tímabilið. Hér er ég í öðruvísi hlutverki. Við erum miklu meira með boltann,“ sagði miðjumaðurinn öflugi en hún ætlar sér að spila áfram með Blikum á næsta ári.

„Það er planið að vera hér á næsta tímibili líka.“

Nánar er rætt við Alexöndru í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner