Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 17. september 2018 20:33
Mist Rúnarsdóttir
Alexandra: Sýndum úr hverju við erum gerðar
Kvenaboltinn
Alexandra skoraði tvö í kvöld og er tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Breiðablik
Alexandra skoraði tvö í kvöld og er tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum allar bara mjög rólegar og ég held við höfum farið inn í leikinn eins og hvern annan leik. Við erum ósigraðar á heimavelli og við ætluðum ekkert að breyta því í dag,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari, þegar Fótbolti.net spurði hana hvernig hefði verið að nálgast svona mikilvægan leik. Með sigri á Selfoss varð Breiðablik Íslandsmeistari og vinnur því tvöfalt í sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Við fáum markið á okkur þarna í fyrri hálfleik en síðan sýnum við úr hverju við erum gerðar og klárum þetta í seinni hálfleik,“ sagði Alexandra en Blikar lentu undir í leiknum og áttu í vandræðum í fyrri hálfleik. Þær komust svo yfir á stuttum kafla í síðari hálfleik og Alexandra skoraði tvennu annan leikinn í röð.

„Ég hef nú aldrei verið mikill markaskorari en það er bara gaman að skora,“ sagði Alexandra hógvær.

Alexandra skipti yfir í Breiðablik í haust eftir að hafa leikið með Haukum í Pepsi-deildinni í fyrra. Haukar voru í harðri botnbaráttu allt síðasta tímabil og féllu úr deildinni en Alexandra er nú orðinn tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili með Blikum.

„Ég sé alls ekki eftir að hafa skipt og sé heldur ekkert eftir því að hafa verið í Haukum í fyrra. Það var svaka reynsla að vera þar og þurfa að spila vörn allt tímabilið. Hér er ég í öðruvísi hlutverki. Við erum miklu meira með boltann,“ sagði miðjumaðurinn öflugi en hún ætlar sér að spila áfram með Blikum á næsta ári.

„Það er planið að vera hér á næsta tímibili líka.“

Nánar er rætt við Alexöndru í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner