Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mán 17. september 2018 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind Björg: Í sjokki yfir því hvað allt gekk vel upp
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég hef aldrei unnið þennan titil áður þannig að ég er í skýjunum með þetta," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Selfossi í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir það að Breiðablik er Íslandsmeistari 2018. Blikarnir eru einnig bikarmeistarar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Liðsheildin, númer eitt, tvö og þrjú," sagði Berglind aðspurð að því hvað það væri sem veldur því að árangurinn sé svona góður.„Það er geggjuð blanda í þessum hóp af ungum og eldri leikmönnum."

„Við áttum mjög gott undirbúningstímabil og við stefnum alltaf að því að vinna titla og við gerðum það."

Berglind lenti í erfiðleikum á Ítalíu áður en hún ákvað að koma aftur heim og spila í Breiðabliki í sumar.

Sjá einnig:
Draumurinn sem varð að martröð

„Þetta er búið að vera einstakt ár. Ég mátti ekki æfa með Breiðabliki um tíma og varð því að æfa sjálf og finna nýjar leiðir til að halda mér í standi. Það er ótrúlegt hvað allt skilaði sér, ég er eiginlega í sjokki yfir því hvað það gekk allt vel upp."

Berglind er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eins og er. „Ég hef aldrei hrósað sjálfri mér, maður lítur alltaf á það neikvæða. Ég er stolt af mér og auðvitað liðinu líka."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner