Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 17. september 2018 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind Björg: Í sjokki yfir því hvað allt gekk vel upp
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég hef aldrei unnið þennan titil áður þannig að ég er í skýjunum með þetta," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Selfossi í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir það að Breiðablik er Íslandsmeistari 2018. Blikarnir eru einnig bikarmeistarar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Liðsheildin, númer eitt, tvö og þrjú," sagði Berglind aðspurð að því hvað það væri sem veldur því að árangurinn sé svona góður.„Það er geggjuð blanda í þessum hóp af ungum og eldri leikmönnum."

„Við áttum mjög gott undirbúningstímabil og við stefnum alltaf að því að vinna titla og við gerðum það."

Berglind lenti í erfiðleikum á Ítalíu áður en hún ákvað að koma aftur heim og spila í Breiðabliki í sumar.

Sjá einnig:
Draumurinn sem varð að martröð

„Þetta er búið að vera einstakt ár. Ég mátti ekki æfa með Breiðabliki um tíma og varð því að æfa sjálf og finna nýjar leiðir til að halda mér í standi. Það er ótrúlegt hvað allt skilaði sér, ég er eiginlega í sjokki yfir því hvað það gekk allt vel upp."

Berglind er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eins og er. „Ég hef aldrei hrósað sjálfri mér, maður lítur alltaf á það neikvæða. Ég er stolt af mér og auðvitað liðinu líka."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner