„Ég hef aldrei unnið þennan titil áður þannig að ég er í skýjunum með þetta," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Selfossi í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir það að Breiðablik er Íslandsmeistari 2018. Blikarnir eru einnig bikarmeistarar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Selfoss
„Liðsheildin, númer eitt, tvö og þrjú," sagði Berglind aðspurð að því hvað það væri sem veldur því að árangurinn sé svona góður.„Það er geggjuð blanda í þessum hóp af ungum og eldri leikmönnum."
„Við áttum mjög gott undirbúningstímabil og við stefnum alltaf að því að vinna titla og við gerðum það."
Berglind lenti í erfiðleikum á Ítalíu áður en hún ákvað að koma aftur heim og spila í Breiðabliki í sumar.
Sjá einnig:
Draumurinn sem varð að martröð
„Þetta er búið að vera einstakt ár. Ég mátti ekki æfa með Breiðabliki um tíma og varð því að æfa sjálf og finna nýjar leiðir til að halda mér í standi. Það er ótrúlegt hvað allt skilaði sér, ég er eiginlega í sjokki yfir því hvað það gekk allt vel upp."
Berglind er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eins og er. „Ég hef aldrei hrósað sjálfri mér, maður lítur alltaf á það neikvæða. Ég er stolt af mér og auðvitað liðinu líka."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir