Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 17. september 2018 20:18
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára ætlaði alltaf að vinna tvöfalt: Getum tékkað við bæði
Kvenaboltinn
Blikar eru Íslandsmeistarar og Sonný hampar bikarnum
Blikar eru Íslandsmeistarar og Sonný hampar bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ótrúlega vel. Ég er svo glöð og stolt af liðinu og okkur öllum. Þetta er yndislegt,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Selfossi. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari 2018.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Ég er svo ánægð að við kláruðum þetta á heimavelli fyrir framan fólkið okkar. Það er geggjað að fá að fagna hérna með þeim. Það er mikið af fólki sem stendur á bakvið okkur,“ sagði Sonný en það voru 433 áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn gekk ekki alveg upp hjá Blikum og það voru gestirnir í Selfoss sem leiddu óvænt 1-0 í hálfleik.

„Við byrjuðum vel en fengum svo smá panikk og urðum mjög lélegar. Selfoss voru flottar og skoruðu flott mark. Svo ræddum við bara um það í hálfleik að slaka á og spila okkar bolta, þá kæmi þetta.“

„Það var engin hárþurrka. Við vissum alveg að markið myndi koma og svo bara keyrðum við á þær og kláruðum þetta.“


Sonný efaðist aldrei um að Blikar gætu unnið tvöfalt. Það hafi alltaf verið markmiðið.

„Við fórum inn í tímabilið með tvö markmið. Skrifuðum þau niður. Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar og við getum tékkað við það bæði,“ sagði fyrirliðinn að lokum en hún hefur átt frábært sumar. Staðið vaktina aftast hjá Blikaliðinu sem hefur aðeins fengið á sig 9 mörk.

Nánar er rætt við fyrirliðann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner