Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mán 17. september 2018 20:18
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára ætlaði alltaf að vinna tvöfalt: Getum tékkað við bæði
Kvenaboltinn
Blikar eru Íslandsmeistarar og Sonný hampar bikarnum
Blikar eru Íslandsmeistarar og Sonný hampar bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ótrúlega vel. Ég er svo glöð og stolt af liðinu og okkur öllum. Þetta er yndislegt,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Selfossi. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari 2018.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Ég er svo ánægð að við kláruðum þetta á heimavelli fyrir framan fólkið okkar. Það er geggjað að fá að fagna hérna með þeim. Það er mikið af fólki sem stendur á bakvið okkur,“ sagði Sonný en það voru 433 áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn gekk ekki alveg upp hjá Blikum og það voru gestirnir í Selfoss sem leiddu óvænt 1-0 í hálfleik.

„Við byrjuðum vel en fengum svo smá panikk og urðum mjög lélegar. Selfoss voru flottar og skoruðu flott mark. Svo ræddum við bara um það í hálfleik að slaka á og spila okkar bolta, þá kæmi þetta.“

„Það var engin hárþurrka. Við vissum alveg að markið myndi koma og svo bara keyrðum við á þær og kláruðum þetta.“


Sonný efaðist aldrei um að Blikar gætu unnið tvöfalt. Það hafi alltaf verið markmiðið.

„Við fórum inn í tímabilið með tvö markmið. Skrifuðum þau niður. Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar og við getum tékkað við það bæði,“ sagði fyrirliðinn að lokum en hún hefur átt frábært sumar. Staðið vaktina aftast hjá Blikaliðinu sem hefur aðeins fengið á sig 9 mörk.

Nánar er rætt við fyrirliðann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner