Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 17. september 2018 20:18
Mist Rúnarsdóttir
Sonný Lára ætlaði alltaf að vinna tvöfalt: Getum tékkað við bæði
Blikar eru Íslandsmeistarar og Sonný hampar bikarnum
Blikar eru Íslandsmeistarar og Sonný hampar bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ótrúlega vel. Ég er svo glöð og stolt af liðinu og okkur öllum. Þetta er yndislegt,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Selfossi. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari 2018.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Ég er svo ánægð að við kláruðum þetta á heimavelli fyrir framan fólkið okkar. Það er geggjað að fá að fagna hérna með þeim. Það er mikið af fólki sem stendur á bakvið okkur,“ sagði Sonný en það voru 433 áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn gekk ekki alveg upp hjá Blikum og það voru gestirnir í Selfoss sem leiddu óvænt 1-0 í hálfleik.

„Við byrjuðum vel en fengum svo smá panikk og urðum mjög lélegar. Selfoss voru flottar og skoruðu flott mark. Svo ræddum við bara um það í hálfleik að slaka á og spila okkar bolta, þá kæmi þetta.“

„Það var engin hárþurrka. Við vissum alveg að markið myndi koma og svo bara keyrðum við á þær og kláruðum þetta.“


Sonný efaðist aldrei um að Blikar gætu unnið tvöfalt. Það hafi alltaf verið markmiðið.

„Við fórum inn í tímabilið með tvö markmið. Skrifuðum þau niður. Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar og við getum tékkað við það bæði,“ sagði fyrirliðinn að lokum en hún hefur átt frábært sumar. Staðið vaktina aftast hjá Blikaliðinu sem hefur aðeins fengið á sig 9 mörk.

Nánar er rætt við fyrirliðann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner