Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   mán 17. september 2018 20:01
Mist Rúnarsdóttir
Steini um landsliðið: Veit að ég er langbestur í starfið
Er samningsbundinn Breiðablik og segist ekki vera á leiðinni neitt annað
Steini fékk góða tolleringu eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Steini fékk góða tolleringu eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel og ég er hrikalega stoltur af liðinu og öllu genginu í kringum þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra tvöfaldra meistara Breiðabliks. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Selfoss fyrr í kvöld og eru því orðnar Íslandsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Við erum búnar að spila vel og erum besta liðið á Íslandi í dag. Við stefndum á þetta og sögðum fyrir mót að við ætluðum að vinna báða titlana. Við gerðum okkur þó alveg grein fyrir því þegar við fórum inn í mótið að það yrði erfitt og við þyrftum að hafa mikið fyrir því. Við gerðum líka alveg ráð fyrir því að við myndum tapa leikjum og lenda í einhverjum skakkaföllum en þetta gekk raunverulega allt að því vonum framar,“ sagði Steini um magnaðan árangur Breiðabliks.

„Það er mikil vinnusemi í liðinu og þetta eru ótrúlega flottar stelpur. Þær eru ótrúlega góðar og leggja mikið á sig. Þær spila sem lið og ég held að það sé einkenni þessa liðs. Við erum liðsheild og erum flott lið inná vellinum. Það er mikill styrkur í því dæmi.“

Steini fór svo yfir sumarið og sagðist aldrei hafa efast um að geta unnið tvöfalt, jafnvel þegar sterkir leikmenn hurfu á braut um mitt sumar. Það hafi verið búið að skipuleggja tímabilið út frá því að þær færu og aðrir leikmenn fengju stærri hlutverk.

Í lok viðtalsins var Steini spurður út í framtíð sína en hann hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna sem losnaði á dögunum.

„Ég er samningsbundinn Breiðablik næstu árin og er ekkert á leiðinni í burtu. Það hefur enginn rætt við mig um landsliðsþjálfara starfið. Þetta eru bara sögusagnir úti í bæ. Ég er raunverulega ekkert að spá í það, en ég veit það alveg sjálfur að ég er langbestur í starfið,“ sagði Steini léttur að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner