Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   mán 17. september 2018 20:01
Mist Rúnarsdóttir
Steini um landsliðið: Veit að ég er langbestur í starfið
Er samningsbundinn Breiðablik og segist ekki vera á leiðinni neitt annað
Kvenaboltinn
Steini fékk góða tolleringu eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Steini fékk góða tolleringu eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel og ég er hrikalega stoltur af liðinu og öllu genginu í kringum þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra tvöfaldra meistara Breiðabliks. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Selfoss fyrr í kvöld og eru því orðnar Íslandsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Við erum búnar að spila vel og erum besta liðið á Íslandi í dag. Við stefndum á þetta og sögðum fyrir mót að við ætluðum að vinna báða titlana. Við gerðum okkur þó alveg grein fyrir því þegar við fórum inn í mótið að það yrði erfitt og við þyrftum að hafa mikið fyrir því. Við gerðum líka alveg ráð fyrir því að við myndum tapa leikjum og lenda í einhverjum skakkaföllum en þetta gekk raunverulega allt að því vonum framar,“ sagði Steini um magnaðan árangur Breiðabliks.

„Það er mikil vinnusemi í liðinu og þetta eru ótrúlega flottar stelpur. Þær eru ótrúlega góðar og leggja mikið á sig. Þær spila sem lið og ég held að það sé einkenni þessa liðs. Við erum liðsheild og erum flott lið inná vellinum. Það er mikill styrkur í því dæmi.“

Steini fór svo yfir sumarið og sagðist aldrei hafa efast um að geta unnið tvöfalt, jafnvel þegar sterkir leikmenn hurfu á braut um mitt sumar. Það hafi verið búið að skipuleggja tímabilið út frá því að þær færu og aðrir leikmenn fengju stærri hlutverk.

Í lok viðtalsins var Steini spurður út í framtíð sína en hann hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna sem losnaði á dögunum.

„Ég er samningsbundinn Breiðablik næstu árin og er ekkert á leiðinni í burtu. Það hefur enginn rætt við mig um landsliðsþjálfara starfið. Þetta eru bara sögusagnir úti í bæ. Ég er raunverulega ekkert að spá í það, en ég veit það alveg sjálfur að ég er langbestur í starfið,“ sagði Steini léttur að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner