Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 17. september 2018 20:01
Mist Rúnarsdóttir
Steini um landsliðið: Veit að ég er langbestur í starfið
Er samningsbundinn Breiðablik og segist ekki vera á leiðinni neitt annað
Kvenaboltinn
Steini fékk góða tolleringu eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Steini fékk góða tolleringu eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel og ég er hrikalega stoltur af liðinu og öllu genginu í kringum þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra tvöfaldra meistara Breiðabliks. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Selfoss fyrr í kvöld og eru því orðnar Íslandsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Við erum búnar að spila vel og erum besta liðið á Íslandi í dag. Við stefndum á þetta og sögðum fyrir mót að við ætluðum að vinna báða titlana. Við gerðum okkur þó alveg grein fyrir því þegar við fórum inn í mótið að það yrði erfitt og við þyrftum að hafa mikið fyrir því. Við gerðum líka alveg ráð fyrir því að við myndum tapa leikjum og lenda í einhverjum skakkaföllum en þetta gekk raunverulega allt að því vonum framar,“ sagði Steini um magnaðan árangur Breiðabliks.

„Það er mikil vinnusemi í liðinu og þetta eru ótrúlega flottar stelpur. Þær eru ótrúlega góðar og leggja mikið á sig. Þær spila sem lið og ég held að það sé einkenni þessa liðs. Við erum liðsheild og erum flott lið inná vellinum. Það er mikill styrkur í því dæmi.“

Steini fór svo yfir sumarið og sagðist aldrei hafa efast um að geta unnið tvöfalt, jafnvel þegar sterkir leikmenn hurfu á braut um mitt sumar. Það hafi verið búið að skipuleggja tímabilið út frá því að þær færu og aðrir leikmenn fengju stærri hlutverk.

Í lok viðtalsins var Steini spurður út í framtíð sína en hann hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna sem losnaði á dögunum.

„Ég er samningsbundinn Breiðablik næstu árin og er ekkert á leiðinni í burtu. Það hefur enginn rætt við mig um landsliðsþjálfara starfið. Þetta eru bara sögusagnir úti í bæ. Ég er raunverulega ekkert að spá í það, en ég veit það alveg sjálfur að ég er langbestur í starfið,“ sagði Steini léttur að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner