Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 17. september 2018 20:01
Mist Rúnarsdóttir
Steini um landsliðið: Veit að ég er langbestur í starfið
Er samningsbundinn Breiðablik og segist ekki vera á leiðinni neitt annað
Kvenaboltinn
Steini fékk góða tolleringu eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Steini fékk góða tolleringu eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel og ég er hrikalega stoltur af liðinu og öllu genginu í kringum þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra tvöfaldra meistara Breiðabliks. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Selfoss fyrr í kvöld og eru því orðnar Íslandsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Selfoss

„Við erum búnar að spila vel og erum besta liðið á Íslandi í dag. Við stefndum á þetta og sögðum fyrir mót að við ætluðum að vinna báða titlana. Við gerðum okkur þó alveg grein fyrir því þegar við fórum inn í mótið að það yrði erfitt og við þyrftum að hafa mikið fyrir því. Við gerðum líka alveg ráð fyrir því að við myndum tapa leikjum og lenda í einhverjum skakkaföllum en þetta gekk raunverulega allt að því vonum framar,“ sagði Steini um magnaðan árangur Breiðabliks.

„Það er mikil vinnusemi í liðinu og þetta eru ótrúlega flottar stelpur. Þær eru ótrúlega góðar og leggja mikið á sig. Þær spila sem lið og ég held að það sé einkenni þessa liðs. Við erum liðsheild og erum flott lið inná vellinum. Það er mikill styrkur í því dæmi.“

Steini fór svo yfir sumarið og sagðist aldrei hafa efast um að geta unnið tvöfalt, jafnvel þegar sterkir leikmenn hurfu á braut um mitt sumar. Það hafi verið búið að skipuleggja tímabilið út frá því að þær færu og aðrir leikmenn fengju stærri hlutverk.

Í lok viðtalsins var Steini spurður út í framtíð sína en hann hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna sem losnaði á dögunum.

„Ég er samningsbundinn Breiðablik næstu árin og er ekkert á leiðinni í burtu. Það hefur enginn rætt við mig um landsliðsþjálfara starfið. Þetta eru bara sögusagnir úti í bæ. Ég er raunverulega ekkert að spá í það, en ég veit það alveg sjálfur að ég er langbestur í starfið,“ sagði Steini léttur að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner